Í Flóanum |
||
Færslur: 2016 Ágúst22.08.2016 20:23MosfellssveitNú hafa örlögin hagað því svo til að þessar vikurnar dvel ég að mestu á Reykjalundi. Það er því kannski við hæfi að rifja upp að hér í þessari sókn er ég fæddur. Það hét nú reyndar í þá daga Mosfellssveit en ekki Mosfellsbær. Árið 1944 nýtti sveitarfélagið Mosfellssveit sér forkaupsrétt á jarðeignum Thors Jenssonar að Varmá og Lágafelli þegar hann hugðist selja Reykjavíkurborg þassar jarðir. Reykjavík keypti aftur á móti jarðirna Lambhaga og Korpúlfsstaði af Thor en þær voru þá einnig í Mosfellssveit. Í framhaldi af því var lögsagnarumdæmi Reykjavíkur stækkað og fært upp að Úlfarsá. Mosfellssveit ákvað að skipta þessu landi sem það keypti upp og stofna 8 nýbýli sem voru leigð út til ábúenda með erfðafestu. Afi minn og amma í móðurætt fengu eitt þessarra nýbýla og skýrðu Hlaðhamra. Afi minn og amma í föðurætt fengu annað og skýrðu Láguhlíð. Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar Foreldrar mínir hefja sinn búskap svo í Láguhlíð í ársbyrjun 1957 og nánast réttum tveimur árum síðar fæðist ég svo þar. Ég elst þar upp til 10 ára aldurs en þá flytjum við í Flóann. Ástæða þess að við flytjum austur var að þéttbýlið var farið verulega að þrengja að búskapnum að mati föður míns. Í í Láguhlíð var byggt á árunum 1945-1948. Þessar myndir af framkvæmdunum eru frá þeim tíma. 1953 var svo bygggt lítið fjárhús sem er hér á mynd ásamt pabbi á Farmalnum. Svona er umhorfs á bænum þegar ég fer að muna eftir mér. Í dag er þetta nokkuð breytt. Þessar byggingar standa reyndar allar enn. Þær sjást reyndar ekki fyrir trjágróðri frá þessu sjónarhorni og byggðin í Mosfellsbæ er komin hér alveg að. Þessi mynd tók ég í dag og það sést aðeins í hænsnahúsið sem er austast með grænu þaki.. Hin húsin eru á bak við trágróðurinn fyrir miðri mynd. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is