Í Flóanum |
||
Færslur: 2016 Desember31.12.2016 00:27ÁramótaheitVið hverskonar tímamót er oft talið viðeigandi að gera upp á einhvern hátt fortíðina og taka nýja stefnu inn í framtíðina. Sérstaklega eru áramót talin henta til þess. Margir telja sig verða að strenja áramótaheit um eitthvað. Oft um bættan lífsstíl eða eitthvað þ.h. Það virðist reyndar ganga misjafnlega að halda öll þau fyrirheit. Ég hef aldrei haft þörf fyrir að strengja áramótaheit. Ekki vegna þess að ég hafi ekki gjarnan þurft að bæta lífsstílinn á einn eða annan hátt. Ég hef bara aldrei haft þá trú á sjáfum mér að það takist eitthvað betur um áramót frekar en aðra daga. Áramótaheit eru að vísu aldagömul hef' og tíðkuðust löngu áður en menn fóru að hafa áhyggur af lífsstíl sínum. Áður fyrr nagaði samviskan menn út af öðrum hlutum en reykingum og ofáti. Einhverstaðar las ég að fyrr á öldum var algengasta áramótaheitið að skila nú verkfærunum sem fengin voru að láni hjá nágrananum Nú virðist mér fólk gjarnan ekki hafa hátt um sínar heitstrengingar. Það jafnvel heldur þeim alveg fyrir sig og þá veit heldur engin hvernig til telst. Hér áður fyrr stigu menn á stokk að strengu heit. Til er sagan af Jóhannesi Jósefssyni sem kendur var við Hótel Borg. Hann steig á stokk á ungmennfélagsfundi hjá Ungmennafélagi Akureyrar þar sem hann var félagi og strengi þess heit að vinna konungsglímuna á Þingvöllum (árið 1907) eða verða minni maður ella. Jóhannes hjólaði svo í einum spreng frá Reykjavík til Þingvalla sumarið eftir til að keppa í glímunni en tapaði. Ég veit ekki hvort einhverjum í dag finnist hann minni maður fyrir vikið. En ég er nokkuð viss um að Jóhannesi sjálfum og ábyggilega fleirum fannst það þá. Menn gátu farið á flug í heitstrenginum á ungmennfélagsfundum í byrjun tuttugustu aldar. Sumir slógu þó á léttari strengi og kannski með svolitlu háði. Einn slíkur steig á stokk og strengi þess heit "að verða hundrað ára eða liggja dauður ella" Gleðilegt ár. ! ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is