Í Flóanum

Færslur: 2017 Maí

30.05.2017 23:22

Frændgarðurinn

Þær eru kostulegar sumar sögurnar sem sagðar voru af Magnúsi "sálarháska" en hann var kunnur landshornaflakkari og letingi, fæddur 1771 og dáinn 1844.  Honum var samt lýst sem "atgervimanni bæði að greind og líkamsþroska og lagvirkni, en auðnumaður lítill og urðu honum rýr afnot atgervi sinna".

Magnús var Guðmundsson og ættaður úr Öxnadal en þvældist víða um land. Ungur maður ákvað hann að gerast útilegumaður og lagðist út á Hveravöllum. Hann mun hafa verið á Hveravöllum í þrjár vikur. Hann náði lambi sem hannn stal af afréttinum og ætlaði að sjóða það í hver. Lambið mun hafa soðnað í mauk í hvernum og nýttist Magnúsi ekkert nema lungun sem flutu upp og voru hálf hrá.

Magnús sagði svo síðar frá að fyrstu vikuna á Hveravöllum hefði hann lifað á hráum lambslungum, aðra vikuna á munnvatni sínu, og þriðju og síðustu á guðsblessun  "og það var versta vikan".

Margar sögur voru sagðar af Magnúsi sem lýstu honum sem afreks sláttumanni. En af leti gekk hann alltaf seint til verks en sló svo loks á stuttum tíma til jafns við það sem aðrir slóu á lengri tíma og eru lýsingar á því oft á tíðum nokkuð skrautlegar. (þjóðsögur Jóns Árnasonar).

Frændi Magnúsar sálarháska var Jón Magnússon (f. 1758 - d. 1840) en þeir voru bræðrasynir. Jón var eins og Magnús fæddur í Öxnadal en fór suður og austur í V-Skaftafellssýslu. Kona hans var Guðríður Oddsdóttir frá Seglbúðum. Þau búa á nokkrum stöðum í Landboti fyrst en svo 13 ár í Hlíð í Skaftártungum. Þaðan kemur hann að Kirkjubæjarklaustri þar sem býr til æfiloka.

Á Kirkjubæjarklaustri hefst hann til valda og virðingar.  Hann er héraðshöfningi og stórbóndi. Þau hjón eignast 10 börn auk þess sem Jón átti fyrir dóttur með Gróu Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík. Frá þeim er kominn fjöldi afkomenda og margir Vestur-Skaftfellingar rekja ættir sínar til Jóns Magnússonar.

Þórarinn Helgason rithöfundur frá Þykkjabæ og einn af afkomendum Jóns sagði að "á ýmsu hafi gengið um það , hver heiður væri að vera kominn frá Jóni Magnússyni, en tilkomulítið hefur það aldrei þótt.

Sjálfur get ég rakið ættir mínar til tveggja barna Jóns Magnússonar á Kirkjubæjarklaustri.
Sigríður Jónsdóttir  (1799-1872) átti Guðríði Bjarnadóttur (1832-1909). Dóttir hennar var Sigríður Sigurðardóttir (1861-1901) langamma mín, móðir afa míns Þórarins Auðunssonar  (1892-1957)

Sonur Jóns Magnússonar á Kikjubæjarklaustri var Magnús Jónsson (1804-1835) Hans sonur var Þórarinn Magnússson (1831-1900) sem var faðir Auðuns Þórarinssonar (1858-1938) langafa míns.


  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 836
Gestir í gær: 166
Samtals flettingar: 190488
Samtals gestir: 33829
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar