Í Flóanum

Færslur: 2017 Júní

23.06.2017 21:44

Sjáumst í sundi (SÍS )

Að undanförnu er ég farinn að stunda það að fara í sund, jafnvel oft í viku. Fátt finnst  mér betra fyrir skrokkinn á mér. Það er sama hvort ég er að brepast í verkjum og stirðleika eða sprækur sem lækur, ég er alltaf betri eftir að hafa farið í sund.

Ef ég er góður syndi ég gjarnan/jafnvel  nokkur hundruð metra. En ef ég er slæmur læt ég nægja að sitja í heitapottinum nokkra stund.

Frá því einhvern tíman fljótlega eftir áramót og þar til nú um síðustu mánaðarmót hef ég mætt tvisvar í viku í vatnsleikfimi hjá "Vatn og heilsu"  á Selfossi. Það hefur gert heilmikið fyrir mig og hjálpað mikið til við að halda mér í sem bestri þjálfun,

Ég er sannfærður um að það sé besta ráðið við að glíma við parkinsonveikina. Í dag er þessi sjúkdómur enn ólæknandi og góð líkamleg heilsa og hreifing kannski eina ráðið til að vinna gegn og seinka því hvað veikin herðir tökin með tímanum. (og hækkandi aldri)

Það er einn vandi sem ég á við að etja í þessum sundferðum mínum. Ég get alls ekki verið með gleraugun mín í lauginni. Það gerir það að verkum að ég á bágt með að þekkja fólk sem ég hitti í lauginni eða í heitapottinum vegna þess að ég sé svo illa gleraugnalaus.

Í dag kom það fyrir að fyrrum sveitungi minn kom í pottinn þar sem ég sat. Hún kinnkaði kolli til mín en þar sem ég bar ekki kennsl á hana tók ég ekki eftir því. Það var svo ekki fyrrr en ég fór upp úr að ég áttaði mig á hver þetta var..

Eflaust hefur þetta komið fyrir áður án þess að ég hafi áttað mig á því. Það er næsta víst að nú er orðinn nokkur stór hópur af fólki sem ég hef þekkt í gegnum tíðina sem hugsar: Það er naumast hvað hann Aðalsteinn Í Kolsholti er orðinn stór upp á sig

Ég vil nú gera tilraun með að biðja alla afsökunnar á þessu og vona að fólk sýni þessu skilning. Það er fjarri mér að vera með einhver merkilegheit, ég einfaldlega sé ekki betur.

En svo er sjaldan ein báran stök. Um daginn lennti ég í því þegar ég var að koma út úr Apótekinu að ég geng beint í flasið konu einni. Okkur bregður báðum og mér finnst ég strax kannst eitthvað við hana. Konan er líka hálf skrítinn á svipinn en við köstum kveðju á hvort annað og höldum áfram okkar leið.

Það er svo þegar ég er kominn inn í bíl að ég átta mig á því að þessi kona var með mér í vatsleikfiminni í vetur. Ég hafði alltaf séð hana gleraugnalaus í lauginni en nú ætlaði ég ekki að þekkja hana þegar ég var með gleraugun.

Ég sá þessa konu svo aftur á Selfossi í gær og fór þá til hennar og bað hana afsökunnar á þessu. Hún tók því vel en sagði sjálf hafa átt bágt með að þekkja mig " svona í fötum"  emoticonemoticon emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130725
Samtals gestir: 23882
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:38:20
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar