Í Flóanum

Færslur: 2017 September

05.09.2017 23:28

Ekki er happi að hrósa fyrr en hlotið er.

Um daginn fékk ég hringingu. Þegar ég svaraði var kona í símanum sem kynnti sig og sagðist vera frá markaðsdeild Stöð2. Það eru margir mánuðir ef ekki nokkur ár, síðan við sögðum upp áskrift af Stöð2. Okkur fannst það alltof dýrt að vera að borga af þessu, og ég get ekki sagt að ég hafi saknað þess nokkurn hlut að vera án þess.  

 

Ég setti mig því strax í þær stellingar að afþakka allt sem þessi kona ætlaði á bjóða mér, en henni tóks nú samt að slá mig út af laginu. Eftir að hafa kynnt sig sagði hún strax:

 

Hún: " Þú ert Aðalsteinn er það ekki? "   

Ég: " Jú ég kannast við það. "

Hún: " Já við erum nú í sérstöku markaðsátaki og í tilefni þess langar okkur að bjóða þér fría áskrift af Stöð2 og fleiri stöðvum hjá okkur í hálfan mánuð "

Ég: " Ha....? "

Hún: " Já.....þetta er þér allveg að kostnaðarlausu  Þú er með myndlykil er það ekki."

Ég:" Jú reyndar en hann hefur ekki verið notaður lengi og er á nafni konunnar."

Hún: " Hver er kennitalan hennar?"

Ég: "190361-4036

Hún: " Allt í lagi þú setur bara myndlykilinn í samband og þá á þetta að vera tilbúið"

Ég "  Og á ég þá ekkert að borga? "

Hún: " Nei þetta er þér allveg að kostnaðarlausu. Þú getur nú notið þess að geta horft á allar okkar stöðvar í hálfan mánuð en svo dettur þetta sjálfkrafa út.

Ég: " Nú þá bara þakka ég fyrir. "

 

Ég var nú svo sem ekkert að hlaupa upp til handa og fóta yfir þessu en seint um kvöldið þennan sama dag mundi ég eftir þessu símtali og sagði Kolbrúnu frá þessu. Við vorum nú sammála um að rétt væri að tengja þennan myndlykil við tækifæri og sjá upp á hvað verið var að bjóða.

 

Morgunin eftir fór ég að skoða myndlykilinn og reyna að tengja hann. Ég komst nú að því, að síðan hann var í notkunn síðast, vorum við bæði búinn að breyta um loftent og sjónvarp og eitthvað vafðist þetta fyrir mér að tengja hann.

 

Þegar ég fór svo að leita ráða hjá mér færari í svona tæknimálum var mér sagt að við þyrftum ekki svona myndlykil við þetta sjónvarp. Það væri innbyggður móttaki í tækinu, við þyrftum aðeins að fá sérstak kort í tækið til að geta séð ákriftarstöðvar.

 

Ég tók því myndlykilinn og fór með hann á Selfoss til þeirra sem þjónusta þetta kerfi. Við afgreiðluborðið sat maður og horfði fast á tölvuskjá. Ég beið bara rólegur eftir því að hann mætti vera að afgreiða mig. Svo leit hann frá tölvuskjánum á mig.

 

Ég: " Ég er hérna með myndlykil sem ég fæ ekki til að virka. Hann hefur reyndar ekki verið í notkunn lengi og síðan ég notaði hann síðast er ég búinn að skipta bæði um loftnet og sjónvarpstæki. Nú er mér sagt að ég þurfi ekki svona myndlykil við nýja sjónvarpið "

Afgreiðslumaður: " Hver er kennitalan? "

Ég: " Myndlykillinn er á nafni konunnar og hennar kennitala  er 190361-4036 "

 

Afgreiðslumaðurinn pikkar stanslaust á lykjaborðið fyrir fram sig í smá tíma, svo hættir hann og horfir á skjáinn í drykk langa stund.  Ég er ekki allveg viss hvort hann er búinn að gleyma mér eða hvað gerist næst. En svo allt í einu lítur hann á mig og segir

 

Afgreiðslumaður: " Allt í fína þetta er komið. Ég er buinn að afskrá þennan myndlykil"

Ég: "Og hvað svo, þarf ég ekki eitthvert kort eða eitthvað í staðinn? "

Afgreiðslumaður: " Þú meinar að þú viljir geta horft á Stöð2 í sjónvarpinu? "

Ég: "  Já þess vegna er ég nú kominn hingað "

 

Nú stendur maðurinn upp og stekkur til og sækir lítinn kassa. Sest svo aftur niður við tölvuna.

 

Afgreiðslumaður: " Hver er kennitalan? "

Ég: " Við höfum þetta áfram á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

 

Enn á ný pikkar hann á fullu á lyklaborðið og svo situr hann góða stund og horfir á skjáinn. Aftur er ég ekki viss um hvort hann sé enn að afgreiða mig eða farinn að fylgjast með einhverju allt öðru á tölvuskjánum. Hann tautar eitthvað og ég er engan vegin viss hvort hann er að tala við mig eða ekki. Ég fer að skoða eyrun á manninum til athuga hvort hann sé með síma á eyranu og sé kannski farinn að afgreiða næsta mann í gegnum síman. Ég get nú ekki séð að svo sé.

 

Nú allt í einu stekkur hann upp frá tölvunni og sækir sér blað og penna og fer að skrifa á blaðið. Spyr svo snögglega:

 

Afgreiðslumaður: "Hver er kannitalan? "

Ég: " Þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

Afgreiðslumaður: " Hvað er símanúmerð hjá þér? "

Ég: " Síminn minn 860 7714 "

 

Hann réttir mér nú litla kassan og segir:

" Talvan er eitthvað voðalega hæggeng núna. Ég hringi bara í þig þegar ég er búinn að skrá þetta. Þá getur þú bara stungið þessu í tækið hjá þér og allt er klárt. "

 

Ég þakkaði bara fyrir og fór heim með litla kassan. Þetta var fyrir hádegi en svo líður nú dagurinn og aldrei hringir maðurinn aftur. Þar sem þetta var á föstudegi fer ég að hugsa að ef ég heyri nú ekki í manninum fyrir lokun í dag þá nýtist mér ekki þetta frábæra tilboð frá Stöð2 fyrr en eftir helgi. Það væri nú farið að saxast á þessa 14 daga sem tilboðið gilti.

 

Ég tek því upp síman og hringi í þjónustuaðilann.

 

Ég: " Ég kom til ykkar í morgun með gamlan myndlykil og skipti á honum og korti til að setja í sjónvarpið. Það gekk eitthvað illa að skrá þetta kort. Mig langar að vita hvort það hafi ekki tekist ennþá?......Kannastu ekki við þetta ? "

 

Maður í símanum: "Hver er kennitalan? "

Ég: " Þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

 

Ég heyri að það er pikkað á fullri ferð á lyklaborðið.

 

Maður í símanum: ( eftir svolitla sund ) "Heyrðu!...hinkraðu aðeins. Ég þarf að hringja eitt símtal út  af þessu. Ég hringi svo bara aftur í þig."

Ég: "Allt í lagi ég verð með símann."

 

Það líður ekki langur tími er hann hringir aftur.

 

Maður í símanum: "Heyrðu!.. þetta kort er eitthvað bilað. Þú getur ekki notað það.

Ég: "Er það eitthvað bilað??... Hvernig getur þú vitað það ?..... Ég var að fá það hjá ykkur og það er enn í kassanum.

Maður í símanum: "Já það er alltaf verið að endurnýta þessi kort. Kortið sem þú ert með er bilað. Ég læt þig bara fá annað."

 

Ég fór nú að velt því fyrir mér að hætta þessu veseni, mig langaði svo sem ekkert að horfa á Stöð2. En þar sem þetta verður nú að teljast happafengur, að fá þetta ókeypis í hálfan mánuð, fór Kolbrún ein í fjósið að sinna kvöldmjöltun en ég brenndi á Selfoss til þess að fá annað kort í sjónvarpið.

 

Þegar ég kom þangað var annar maður við afgreiðluna en ég hitti um morguninn. Ég rétti honum litla kassan með kortinu og sagði honum að mér hefði verið sagt áðan að þetta kort væri bilað og ekki hægt að nota það.

 

Afgreiðslumaður: "Hver er kennitalan? "

Ég: " Þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

 

Hann pikkar eitthvað á lyklaborðið fyrir framan sig.

 

Afgreiðslumaður: " Það er ekki skrítið að þetta kort virki ekki það er ekki búið að skrá það. "

Ég: "Ha......ég hringdi áðan til þessa að athuga með það hvort búið væri að skrá það. Mér var þá sagt að kortið væri bilað. "

Afgreiðslumaður: " Ég er búinn að skrá þetta núna. Þú getur bara farið og stungið þessu í sjónvarpið hjá þér og þetta á allt að vera klárt. " 

 

Þegar ég ætlaði svo að fara aftur heim með litla kassan bætti hann við.

 

Afgreiðslumaður: " Þú verður svo að kaupa áskrift af Stöð2 til að geta horft á stöðvarnar hjá þeim. "

Ég: " Þeir hringdu í mig um daginn og buðu mér ókeypir áskrift í hálfan mánauð. Þess vegna er ég nú að þessu basli. "

Afgreiðslumaður: " Já!...gott hjá þeim. Til hamingu með það. Ég held nú samt að þú ættir að hringja í þá og láta þá vita af því að þú sért kominn með nýjan myndlykil"

Ég: " þú ert sem sagt ekki búinn að því "

Afgreiðslumaður: " Nei ég var bara að skrá hann hér hjá okkur "

Ég: " Okei ég hringi þá í þá þegar ég er búinn að stinga þessu í samband. "

 

Þegar ég kom heim henti ég litla kassanum með kortinu inn á eldhúborð og fór út í fjós að hjálpa Kolbrúnu með mjaltirnar og önnur kvöldverk. Seinna um kvöldið þegar ég var kominn inn aftur tók ég upp litla kassan og setti kortið í sjónvarpið. Það fylgdu nákvæmar leibeiningar un hvernig ætti að fara að og fylgdi ég þeim í smáatriðum.

 

Það breytti svo sem engu þó kortið væri komið í sjónvarpið. Ekki gat ég horft á Stöð2 eða neina aðrar sjónvarpsstöðvar en RUV og INN eins og ég var vanur. Það var komið langt fram á kvöld og lítið hægt að gera meira þennan daginn í þessu máli.

Daginn eftir hringdi ég svo í þjónustuverið hjá Stöð2.

 

Ég: "Góðan dag. Ég vil tilkynna ykkur að ég var að skipta um myndlykil hjá mér."

Kona sem svaraði í símann: " Hver er kennitalan? "

 Ég: " Þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

 

Ég heyri að pikkað er á lyklaborð í gríð og erg.

 

Kona sem svaraði í símann: " Og þetta á að fara á hvaða kennitölu? "

Ég: " Það á ekkert að breyta kennitölunni. Ég er bara að tilkynna ykkur að ég fór með gamla myndlykilinn og fékk kort í staðinn sem passar í nýja sjónvarpið mitt. Ég er búinn að  setja kortið í en ég get ekki séð Stöð2 eða neina aðra sónvarpstöð frá ykkur þrátt fyrir það."

Kona sem svaraði í símann: " Ég skal athuga þetta. Bíddu bara í 15 til 20 mínútur og þá ætti þetta að vera komið í lag."

Ég: " Takk fyrir það "

 

Ég bíð í rúmar 20 mínútur og athuga svo hvort Stöð2 sé kominn inn en það gerist ekki. Ég var nú farinn að vera hálf leiður á þessu og fór nú bara út. Ég átti ýmislegt ógert  úti og dvaldi við það fram eftir degi, Þegar ég kem svo aftur inn, kveiki ég á sjónvarpinu en það er engin breyting. Mér fannst ég nú samt búinn að eyða það miklum tíma í þetta að það væri vont að gefast upp núna, svo ég hringi aftur í þjónustuverið hjá Stöð2.

 

Ég: " Fyrir nokkrum dögum var hringt í mig frá markaðsdeildinni hjá ykkur og mér boðin ókeypis áskrift að sjónvarpstöðvunum ykkar. Nú er ég búinn að fá nýjan myndlykil af því að ég gat ekki notað gamla myndlykilinn við nýja sjónvarpið mitt. En ég næ ekki þessum stöðvum ykkar."

 

Maður í símanum: "Já.. ert þú Aðalsteinn ? "

Ég: " Ha..já" ....og bæti svo við til öryggis....." En þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

Maður í símanum: " Hefurðu prófað að taka kortið úr og stinga því aftur í"

Ég: "Nei... á ég að gera það? "

Maður í símanum: "Prófaðu það "

 

Ég geri það en ekkert breytist.

 

Maður í símanum: " Prófaðu að bíða í 15 til 20 mín og taktu svo kortið úr og stingdu því svo aftur inn. Þá ætti þetta að vera orðið klárt."

Ég: " Allt í lagi ég prófa það "

 

Eftir nákvæmlaga 20 mínútur geri ég svo eins og fyrir mig var lagt en ekkert gerist. Það eru bara RUV og INN sem hægt er að sjá í sjónvarpinu. Það er sama hvað ég læt sjónvarpið leita að stöðvum. Engin sjónvarpsstöð frá Stöð2 eru inni. Ég hringi eina ferðina enn í þjónustuverið hjá Stöð2.

 

Ég : " Ég hringdi áðan í ykkur til að tilkynna að ég get ekki séð sjónvarpsstöðvarnar frá ykkur þrátt fyrir að mér hafi verið lofað ókeypis áskrift af þeim næsta hálfan mánuð. "

 

Maður í símanum: "Hver er kennitalan? "

Ég: " Þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

Maður í símanum: (eftir smá stund ) " Það er búið að keyra upp hér allar áskrifir fyrir þig þannig að þetta er í lagi hér hjá okkur. Þú verður að tala við þjónustuverið hjá þeim sem sjá um dreyfinguna. Ég get gefið þér samband þangað "

Ég: " Já takk "

Annar maður í símanum: " Hvað get ég gert fyrir þig "

Ég: " Ég er  í vandræðum með nýjan myndlykil sem ég var að fá frá ykkur. Þetta er svona kort sem ég sting í sjónvarpið. Ég fæ þetta bara ekki til að virka. "

Annar maður í símanum: " Hver er kennialan? "

Ég: " Þetta er á nafni konunnar og kennitalan er 190361-4036. "

Annar maður í símanum:  " Hefurðu prófað að taka sjónvarpið úr sambandi við rafmagn og setja það í samband aftur"

Ég:  "Ha......á ég að gera það? "

Annar maður í símanum: "Já prófaðu það "

 

Ég geri það en ekkert breytist.

 

Annar maður í símanum: " Heyrðu!... bíddu í svona 15 til 20 mínútur og taktu þá kortið úr og sjónvarpið úr sambandi og settu svo kortið aftur í og stingdu aftur í samband. Þá ætti þetta að vera í lagi. "

 

Nú fer ég alvarlega að hugsa um hvort verið sé að atast í mér. Er ég kannski í földu myndavélinni?...... Ég lít í kringum mig í stofunni heima hjá mér til að athuga hvort ég sjái einhver merki um falda myndavél. Ekki sé ég nein merki þess og að 20 mínútum liðnum geri ég eins og fyrir mig var lagt. Verð þó að viðurkenna að það var með hálfum huga.

 

Mig langaði ekkert í Stöð2 og hafði aldrei langað. Ég hafði líka enga trú á að þetta myndi núna fara að virka. Enda reyndist það svo. Þegar ég var búinn að þessu og kveikja á sjónvarpinu var allveg sama sagan. Það var bara RUV og INN sem hægt var að horfa á. Ég var líka svo sem alveg sáttur við það og hafði alltaf verið.

 

Enn svo skeður það daginn eftir að það er kveikt á sjónvarpinu, þá verð ég var við það að Stöð2 er inni sem og allslags aðrar stöðvar eins og Stöð2 bío, Stöð2 krakkar og Stöð3 ásamt nokkrum Stöð2 sportrásum.


Kannski horfi ég á eitthvað af þessu á meðan það er í lagi.............eða ekki?

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49676
Samtals gestir: 5986
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:00:38
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar