Í Flóanum

Færslur: 2019 September

28.09.2019 20:01

Stærsta ísbúð í heimi.

Hann Hrafnkell Hilmar sonarsonur minn hefur jafnan velt hlutunum vel fyrir sér. Hann dregur sínar álitkanir úr frá vel ígunduðu máli og getur verið nokkuð rökfastur að útskýra sinn málstað. Ég hef áður sagt frá því hér á síðunni s.b. Gleðileg jól ()  og Allur er varinn góður. ()

Við Hrafnkell skerppum stundum saman í sund á Selfossi. Þá spjöllum mikið saman og veltum fyrir okkur allskonar lífsgátum.  Í sumar vorum við einu sinni  leiðinni í sund tveir saman og þá spurði Hrafnkell mig allt í einu hvort ég vissi hvar stærsta ísbúð í heimi væri. Nei ég vissi það nú ekki. 

Það er Ísbúð Huppu á Selfossi fullyrti hann. Ég dróg það nú í efa en hann þóttist nokkuð viss um það. "Allavega sem ég veit um" bætti hann þó við. Ég spurði hann þá afhverju hann teldi það. Hann sagðist geta sýnt mér það ef við færum þangað á eftir þegar við værum búnir í sundi.

Það var nú ekki annað að gera en fara í Ísbúð Huppu eftir sundið. Þeir sem til þekkja vita að Ísbúð Huppu á Selfossi er til húsa í sama húsi og Hótel Selfoss. Í þeirri sömu byggingu má einnig  finna Domino´s pizza, Subway, Selfossbíó og e.t.v fleiri fyritæki. 


Hótel Selfoss 

Þar er einnig innadyra frægur "Menningarsalur" eða fyrirhugaður menningarsalur sem hannaður var einhverntíman á síðustu öld þegar fyrsti áfangi hússins var byggður. Aldrei hefur tekist að fá fjármagn hvorki til þess að klára umræddan menningarsal né til þess að tryggja reksturs hans. Salurinn stendur því þarna enn ókláraður eins og "lík í lestinni" 40 árum síðar. 


Hótel Selfoss (eða ísbúð Huppu)

Þegar við komum svo að íbúðinni og stigum út úr bílnum bentu Hrafnkell mér á að Ísbúð Huppu væri eina ísbúðin sem væri með pizzsa stað.  Huppa væri líka með Subway og bíósali . Svo benti hann á hjótelherbergisgluggana á efri hæðum hússins og sagði  "Svo er Ísbúð Huppu líka með efri  hæðir"

Ég sá núna að þetta var auðvita alveg rétt hjá stráknum. Íbúð Huppu er sennilaga stærsta ísbúð í heimi. Það var líka frábært að fá sér ís eftir sundið. emoticon    • 1
Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49837
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:46:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar