Í Flóanum

Færslur: 2021 Maí

04.05.2021 19:52

Kolsholts-hellir eða Fjárhellir

Ungmennfélagið, hér í  sveit ( Umf. Þjótandi ), hefur á undanförnum sumrum verið með stórskemmtilegt verkefni á sínum verkefnalista. Það er útivistarverkefnið "Sá ég spóa suðr´í Flóa". Vil ég hvetja alla til þess að kynna sér það og taka þátt. Þetta er opið öllum sem áhuga hafa. Tilvalið til þess að fá sér hreyfingu úti og kynnast landslaginu hér í Flóanum. Um er að ræða stuttar gönguferðir utan hefðbunda gönguleiða.    https://www.facebook.com/umfthjotandi

Ein þessarar leiða nú í sumar er heimsókn hingað í Kolsholt og ganga að hellinum í skógræktarreitnum hérnan. Í tilefni þess tók ég saman stuttan fróðleik um þennan helli ef fólk hefur áhuga á að kynna sér. Þetta prentuðum við út og settum í plast og hengdum upp við hellin þannig að þeir sem þangað koma geta lesið. Ég set þetta líka hér á heimasíðuna mína  ef einhverjir hafa áhuga:   



Kolsholtshellir (Fjárhellir) 

Þessi hellir hefur jafnan verið nefndur Kolsholts-hellir. Í örnefnaskrám er hann  einnig nefndur Fjárhellir. Þetta er samt ekki hellirinn sem bærin Kolsholtshellir er nefndur eftir. Í Kolsholtshelli er annar hellir, sem í dag er ekki eins aðgengilegur og þessi, sem heitir Kolsholtshellis-hellir.


Til er lýsing á þessum helli sem byrtist í grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1930 en þessi mynd byrtist með greininni. Þá er forskáli framan við hellinn sem lýst er þannig "Forskáli er með dyrum mót suðaustri, er 4 m. að lengd og ¾ - 1 ¼ m. að breydd, veggir dálítið hlaðnir saman, þrengstur efst og fremst. Þak er yfir með hellum og torfi á þverslám og 2 ásum langsum. Virðist ekki gamall. 6 þrep lág og breið niður að ganga"


Hellinum er einnig lýst vel í þessari grein frá 1930. Þá eru jötur við báða veggi og breydd á milli þeirra sögð vera 2,40 m. Yfir opinu í loftinu var hlaðinn torfstrompur mikill "og dregst mjög að sér að vanda; er örmjór efst." ( sést ekki á myndinni. )


Sennilega hefur hellirinn lengst af verið notaður fyrir sauðfé.  Um og eftir 1960 var hann notaður sem kartöflugeymsla. Þá var steyptur veggur í hellismunnan og minni forskáli byggður framan við hann. Smá saman fór þessi forskáli að gefa sig. Steinveggurinn var sprunginn og seig inn, og gaflinn með dyrunum, sem var úr timbri og klæddur bárujárni, fúnaði og riðgaði og vegghleðslur fóru að hrynja.


Upp úr 1990 var hreinsað frá hellismunnanum og hann látinn vera eins og hann er í dag. Einnig var um síðustu aldamót hreinsað út úr hellisgólfinu talsvert af mold og skít.


Hér vestar í Bjallanum, en það heita þessar brekkur, eru leyfar af fleiri hellum. Til eru sagnir um stóran helli hér sem hét Dimmihellir eða Dimmhellir. Hann á að vera svo langur að hann nái allt upp í Hestfjall. Þessum helli á að hafa verið lokað vegna ólofts sem í honum var, " að menn sýktust af." Dimmhellir er á skrá um friðlýstar fornminjar þó engin viti í dag hvar hann nákvæmlega er.


Í sóknarlýsingu Villingaholts- og Hróarsholtssóknar segir Séra Tómas Guðmundsson árið 1841: " Hellirar eru og engir merkilegir, svo menn viti, utan ef telja skal, Dimmhelli í Kolsholtslandi, í hvers frammunna ( þó á engum rökum ), að kálfur skyldi hafa átt að fara, en komið út hárlaus í Hestfjalli fyrir ofan Hvítá."


Þessi hellir, eins og margir aðrir hellar hér á landi, er að mestu eða öllu leiti manngerður. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þeir eru gerðir eða hvort einhvern tíman fólk hafi búið í þeim. Það er lítið rannsakað en þó eru vísbendingar um, að minsta kosti einhverjir hellanna hafi verið til á, eða jafnvel fyrir, landmámsöld. Lífseig er sú skoðun  að írskir munkar (Papar) hafi búið í einhverjum þeirra áður en norrænir landnámsmenn komu hér. 

 



  • 1
Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 130343
Samtals gestir: 23828
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 04:43:10
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar