Í Flóanum

Jólin 1930

Jörðin er hulin drifhvítum snjó svo hvergi sér á dökkan díl.  Öræfajökull blasir við augum og ber við heiðan himin í austri.  Kyrrðin og fegurðin er ólýsanleg. jólin eru að koma.  Nú var loksins á enda þessi biðtími sem krökkum fannst allt of langur.
 

Búið var að þrífa allt hátt og lágt, og útiverkum að ljúka. Mamma var búin að baka alskonar kræsingar. Nú áttu allir að fara í bað og var byrjað á yngstu börnunum og síðan fullorðna fólkið. Pabbi var búinn að skreyta jólatréð sem hann hafði smíðað og vafið með lyngi, fest kerti á ásamt skrauti í ýmsum litum.


Þegar klukkan var sex var kveikt á kertunum  og allir settust nema pabbi, hann stóð hjá trénu, með bók í hönd og las jólaguðspjallið. Að þvÍ loknu söng mamma með okkur jólasálmana sem hún hafði áður verið búin að kenna okkur. Eftir þetta fengu allir súkkulaði að drekka  og kökur eins og við gátum í okkur látið, en þá voru þeir yngstu orðnir þreyttir og vildu fara að sofa.


Ekki var mikið um jólagjafir nema það var séð um að allir fengu einhverja nýja flík.  Leikföng voru ekki algeng nema heimafengin. sem var köglar úr kindafótum, skeljar
úr fjörunni eða smíðisgripir úr tré eða beini.  Spil voru yfirleitt til og undum við okkur oft við að spila samt var aldrei spilað á aðfangadag, en þess meira á jóladag og komu þá stundum nágrannar frá næstu bæjum til þess að spila við okkur og þá máttum við vaka eins lengi og við gátum.

Þetta voru sannarlega góð jól.

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 130374
Samtals gestir: 23835
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 10:27:03
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar