Í Flóanum

Fólkið á bænum ( skrifað í jan. 2012 )


Kolsholt 1 (gamli bær)

 

 

Þar búa Halla Aðalsteinsdóttir ( f. 1935) og Sveinn Þórarinsson (f. 1931). Þau flytja í Flóann vorið 1969. Þá kaupa þau jörðina Kolsholt 1 (austurbærinn í Kolsholti) ásamt eyðibýlinu Jaðarkot. Báðar þessar jarðir voru búnar að vera í eigu Biskupstungnahrepps  um aldir. Þær sátu jafnan leiguliðar og á stundum fleiri en einn í senn. Jaðarkot fer í eyði 1957 og síðan þá nytjuð frá austurbænum í Kolsholti.

 

Sveinn og Halla hófu sinn búskap 1956 á nýbýlinu Láguhlíð í Mosfellssveit sem foreldrar Sveins höfðu byggt upp á árunum 1945-1948. Frá þeim tíma hefur búskapur verið aðal  viðfangsefni Sveins og er enn. Halla hóf að kenna við Villingaholtskóla, fyrst í stundakennslu í ein 10 ár og frá 1987 í fullu starfi. Hún lauk í fjarnámi réttindanámi kennara árið 2000. Hún var í fullu starfi sem kennari við grunnskólana hér í Flóanum til ársins 2006 og nú síðustu ár í stundakennslu og síðan sem forfallakennari í Flóaskóla.  


(áramót 2013/2014)

Sveinn lést á Heilbrigðistofnun Suðurlands 11. nóv. 2013

 

(febrúar 2018)



Halla flytur á Selfoss í júlí 2014. Erla og Kristnn flytja í Gamla bæinn í ágúst sama ár. Þeim fæddist önnur dóttir í apríl 2016. Íris Harpa Kristinsdóttir (f. 2016). Fyrir áttu þau dótturina Steinunni Lilju Kristinsdóttir (f, 2013)

Erla útskrifaðist með M.Sc.í umhverfis- og auðlindafræði árið 2016 frá Háskóla Íslands. Hún er núna í fullu starfi hjá VSÓ ráðgjöf.

 

Erla og Kristinn eru eigendur að einum þriðja í Kolsholti ehf sem rekur búskapinn, verkstæðið og verktakastarfsemina á bænum. Krístinn er framkvæmdastjóri félagsins

 

Kolsholt 1


 

Kolbrún J Júlíusdóttir (f. 1961) og Aðalsteinn Sveinsson (f 1959) eru nú eigendur að Kolsholti 1. Aðalsteinn kemur inn í búskapinn með foreldrum sínum 1977 og Kolbrún flytst hingað vorið 1979.  Þau voru bæði við nám í bændadeild Bændaskólans á Hvanneyri veturinn 1978-1979. Þau byggja hér sitt íbúðarhús á árunum 1979 - 1982.

 

Kolbrún hefur með búskapnum unnið við leikskóla í sveitinni. Nú síðustu ár sem forfallakennari í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi. Aðalsteinn hefur frá því um vorið 2006 verið oddviti í sveitarstjórn Flóahrepps.



(febrúar 2018)

Aðalsteinn hættir sem oddviti sveitarstjórnar vorið 2014. Hann greinist með Parkinsonveiki á útmánuðum 2015. Í kjölfarið hættir hann búskap í Kolsholti.1 Stofnað er sérstakt einkahlutafélag (Kolsholt ehf) um allan rekstur á jörðinni. Sigmar og Sandra, Erla og Kristinn og Kolbrún og Aðalsteinn eiga hvert um sig þriðjapart í Kolsholti ehf. Kolbrún hættir vinni í leikskólanum sumarið 2016 og vinnur nú eingöngu við búskapinn í Kolsholti1

 

Jaðarkot.


 

Sandra Dís Sigurðardóttir (f. 1986) og Sigmar Örn Aðalsteinsson frá Kolsholti (f. 1983) búa nú í Jaðarkoti. Þau byggðu upp þetta gamla eyðibýli árið 2006 - 2007. Sigmar hóf þáttöku í búskapnum í Kolsholti árið 2000. Hann var við nám í bændadeildinni við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri árin 2005-2006. Sandra flytur hingað haustið 2006.

 

Sigmar hefur með búskapnum stundað ýmsa verktakastarfsemi. Hann hefur aðeins verið að taka að sér bæði jarðvinnslu og heyskap fyrir bændur. Hann hefur farið um allt Suðurland með klaufskurðarbás sem Kynbótastöð Suðurlands á og sinnt klaufskurði á kúm. Hann hefur einnig haft umsjón með kornþreskivél og kornvalsi sem Flóakorn ehf á og unnið við kornskurð á haustin.  Sandra stundar núna nám í Fjölbrautarskóla Suðurland með bústörfunum.

 

Sandra og Sigmar eiga þrjú börn: Aldís Tanja Sigmarsdóttir (f. 2005), Arnór Leví Sigmarsson (f. 2007) og Hrafnkell Hilmar Sigmarsson (f. 2010)



(áramót 2013/2014)

Sigmar er nú hættur að sinna klaufskurði en rekur verkstæði í Kolsholti með búskapnum ásamt Kristni. Sandra vinnur nú sem matráður við leikskólann Krakkaborg í Flóahreppi. 



(febrúar 2018)

Sigmar hefur aftur hafið störf við klaufskurð á Suðurlandi. Auk þess vinnur hann við allan rekstur hjá Kolsholt ehf og er stjórnarformaður félagsins. Sandra vinnur við búskapinn auk þess sem hún stundar mán við Háskólabrú Keilis í fjarnámi.

 

Sigmar og Sandra eignuðust fjórða barnið í sept 2015. Hún heitir Rakel Ýr Sigmarsdótttir (f 2015)

 

Kolsholt 1 (óbyggð lóð)



 

Erla Björg Aðalsteinsdóttir frá Kolsholti (f. 1987) og Kristinn Matthías Símonarson (f. 1984) eru að undirbúa að byggja sér íbúðarhús á óbyggði lóð í Kolsholti. Kristinn er að koma sér upp verkstæðisaðstöðu í austurhluta hlöðunnar í Kolsholti ásamt Sigmari í Jaðarkoti. Hann hefur lært bílasprautun og unnið við það auk þess sem hann vinnur við almennar bílaviðgerðir.  Erla er við nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri á umhverfiskipulagsbraut. Erla stefnir að því að útskrifast þar í vor (2012).

 

Erla og Kristinn búa nú að Hlíðarenda í Flóahreppi.

  

(áramót 2013/2014)

Erla og Kristinn búa nú í Rimum í Flóahreppi. Erla hefur verið í fæðingarorlofi undanfarna mánuði en stefnir nú á nám í Háskóla Íslands á nýju ári. Kristinn rekur bíla- véla- og sprautuverkstæði í Kolsholti

 

Dóttir Erlu og Kristins er Steinunn Lilja Kristinsdóttir (f. 2013)



(febrúar 2018)

Sjá Gamli bær hér að ofan.

 

Lyngholt.


 

Lyngholt er nýbýli í nágreni við Kolsholt sem Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir frá Kolsholti (f.1980) og Jón Valgeir Geirsson (f. 1975) byggðu árið 2000. Lyngholt er smábýli sem skipt var út úr jörðinni Breiðholti í Flóahreppi en Jón er þaðan.

 

Jón er verktaki með traktorsgröfu. Hann er annar af tveimur vertökum sem umsjón hefur með Vatsveitu Flóahrepps. Yfir vetrarmánuðina er hann við störf á skíðasvæðinu í Bláfjöllum á snjótroðara og ýmsu viðhaldi. Hallfríður hefur starfað við leikskólan Krakkaborg í Flóahreppi frá 1999 og er þar nú deildarstjóri. Hún lauk leikskólakennaraprófi 2006

 

Fjölskyldan í Lyngholti kemur að ýmsum verkum við búskapinn í Kolsholti. Þau eru þar með nokkur hross og börnin eiga þar kindur.

 

Hallfríður og Jón eiga þrjú börn: Kolbrún Katla Jónsdóttir (f. 2001), Hjalti Geir Jónsson (f. 2006) og Ásta Björg Jónsdóttir (f. 2010)

Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131504
Samtals gestir: 24101
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:44:35
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar