Í Flóanum |
||
Ættarmót 2008Ættarmót niðja Sveins Sigurðssonar (1855-1910) og Gróu Guðmundsdóttur (1859-1905) í Kópaseli, 4.-6. júlí 2008.
Kæru ættingjar!
Í tilefni af ættarmótinu 4.-6. júlí 2008 höfum við tekið saman meðfylgjandi ættartal og fróðleik um forfeður okkar. Sveinn og Ólöf hafa séð um að safna gömlum munum frá Þórarni og Elínu, afa og ömmu, og setja upp sýningu á þeim í Kópaseli. Viljum við þakka þeim kærlega fyrir þá vinnu og hvetja alla til að skoða þessa muni. Einnig hefur myndum verið safnað en ennþá vantar myndir af mörgum. Hugmyndin er að safna saman öllu þessu efni á geisladisk auk mynda sem væntanlega verða teknar á ættarmótinu fyrir árslok 2008 og senda öllum afkomendum Sveins og Gróu í 3ja lið a.m.k. og öllum örðum sem óska eftir því. Við viljum því biðja alla sem ekki hafa sent inn myndir að gera það með haustinu. Ef fólk hefur ekki tök á því að senda myndir rafrænt má líka koma þeim til okkar beint. Allar athugasemdir og leiðréttingar eru líka mjög vel þegnar, bæði á því sem hér er í þessu hefti og eins varðandi myndirnar sem sýndar verða um helgina. Vonandi skemmta allir sér sem best um helgina.
4. júlí, 2008.
Undirbúningsnefndin Dóra (netfang dorastef@gmail.com) Siggi (netfang siguring@hi.is) Guðjón (laekjar@hotmail.com) Þórarinn (thorasve@hi.is).
Samantekt Sveinn Þórarinsson eldri tók saman
Þórarinn Auðunsson.
Fyrir 225 árum 1783 hófust Skaftáreldar, upphaf móðuharðindanna, þegar um ¼ landsmanna dó úr hungri og vosbúð á 3ja ára tímabili.
Þá höfðu búið í Hörgsdal í 10 ár hjónin Guðlaug Björnsdóttir f 1750 d.1803 frá Hörgsdal og Oddur Bjarnason f.1741 - d. 1797 frá Maríubakka. Hún 33 ára en hann 42. Áttu þau þá 6 dætur, 11 ára og yngri. Þau flytja svo að Seglbúðum vorið eftir og bjuggu þar í 9 ár. Eignuðust þar 4 dætur og 3 syni eftir þriggja ára hlé. Fluttust þau síðan að Eystra-Hrauni og lifði Oddur þar í 4 ár.Þegar hann dó, 56 ára, voru börnin frá á fyrsta ári til 24 ára. Ekkjan, þá 47 ára hélt heimilinu saman og giftist 21 árs manni tæpu ári síðar en hann drukknaði í Skaftá ½ ári síðar þar sem hann var að afla matar fyrir heimilið. Hún giftist þriðja manninum, 37 gömlum, tveimur árum síðar og bjó með honum í tæp tvö ár eða þar til hún lést, 53 ára gömul. Var þá yngsta barnið hennar 7 ára. Síðasti maður hennar, Jón Arason prestssonur frá Skinnastað, hélt heimilinu áfram saman með stjúpdóttur sinni Önnu, 23 ára gamalli, í 21 ár. Þá giftist hann, 60 ára, 33 ára gamalli konu, Ingveldi Gísladóttur, og eignaðist með henni 8 börn á 12 árum, 1824 -1836. Hann dó 10 árum síðar 82 ára. En Anna fór í vinnumennsku þegar stjúpi hennar giftist og endaði ævi sína sem vinnukona í Vatnsdal í Fljótshlíð, 82 ára. Öll hin börnin eignuðust heimili og afkomendur í Vestur-Skaftafellssýslu samtals 86 börn, 13 þeirra náðu ekki fullorðins aldri.
Jón Steingrímsson eldprestur vitnar oft í Odd í ævisögu sinni sem hinn "fróma mann" og birtir mörg vottorð undirrituð af honum sem " hreppstjóra og meðhjálpara Síðusveitar". En Jón átti oft í illdeildum við sína yfirboðara og nágranna. Eitt vottorðið hljóðar svo1785: "Hér með geri ég augljóst að það hélt mér og mínum mörgu börnum við lífið með guðshjálp að ég eftir prófastsins ráðleggingu brúkaði í fyrrasumar með öllum hvítumat fífilrótarlaufin. Seglbúðum, Oddur Bjarnason".
Þegar við hugleiðum þær hörmungar er dundu yfir landslýð á þessum árum, fjöldi fólks lenti á vergangi og margir fluttu til Vesturheims, að þá skuli Skaftfellsku heimili takast að lifa af á þeim slóðum og öll börnin 13 stofna þar heimili utan það eina sem fórnaði sér og símum manndómsárum fyrir yngri systkini sín. Speglar þetta ekki hin raunverulegu Skaftfellsku einkenni sem við erum svo stolt af? Til þeirra hjóna geta flestir Skaftfellingar rakið ættir sínar og sumir til þeirra margra. Jón í Seglbúðum sagði einhvers staðar vera afkomendur 3 dætra þeirra. Guðlaugarnafnið hefur nú fylgt okkar ætt í að minnsta kosti 9 ættliði.
Kristín Teitsdóttir var dóttir hjónanna Teits Þórðarsonar og Ástríðar Ingimundardóttur. Bjuggu þau í Hittu í Mosfellssveit sem var smá kot eða hjáleiga við Mosfell í Mosfellsdal. En Kristín taldi Þórarinn hreppstjóra í Sjávarhólum á Kjalarnesi vera fóstra sinn og mun Þórarinsnafnið þaðan komið í ætt vora, nú í 5 ættliði. Kristín varð 65 ára og síðustu 18 árin, bústýra hjá Jóni Björnssyni í Eystra-Hrauni er var ekkill og varð sonur hans Þorkell f. 1848 tengdasonur hennar 11 árum síðar en þau urðu afi og amma Helga í Seglbúðum. Matthildur systir hennar giftist 23 ára gömul Páli Pálssyni 21 árs presti síðar prófasti á Prestbakka fluttist með honum austur 3 árum síðar. Þau eignuðust 16 börn á 20 árum. Páll átti barn með Guðríði Jónsdóttur (systur Sigríðar og Magnúsar).er þá var 27 ára, skildi við Matthildi og giftist Guðríði 3 árum síðar og eignuðust þau 4 börn til viðbótar en Matthildur var á heimilinu í 3 ár í viðbót, sögð ábúandi á Geirlandi síðustu 8 æviárin, dó 55 ára.
Auðunn eignaðist barn með Agnesi Þorláksdóttur þegar hann var 37 ára, þrem mánuðum eftir að hann eignaðist tvíburana með konunni. Agnes var þá 20 ára en var búin að vera vinnukona hjá þeim hjónum frá 15 ára aldri. Var hún áfram á heimilinu í tvö ár en þá var þeim stíað í sundur í 2 ár en sonur þeirra var áfram hjá föður sínum. Agnes kom svo aftur til afa tveimur árum síðar og þegar kona hans dó gekk hún öllum börnunum í móður stað. Þau eignuðust svo 3 börn í viðbót. Eftir að Auðunn dó bjó Agnes áfram í Eystri-Dalbæ í 19 ár, til 1947, fluttist þá til Margrétar dóttur sinnar í Reykjavík og dó þar 1964, 89 ára. Agnesarnafnið hefur gengið í 2 ættliði.
Jón Sigurðsson, faðir Bjarna, var líklega tvíburi, fæddur á Vatnskarðshólum 1770, er á Prestbakka 13 ára gamall og síðan á Fossi og er bóndi þar frá 1798 í 6 ár, á prestbakka í 8 ár, Klaustri í 4 ár og Geirlandi í 26 ár. Hann dó 1845, 75 ára. Var sagður hreppstjóri, Móðir hans hét Hallfríður Einarsdóttir f. 1732, var hún búandi ekkja 50 ára á Reynishólum 1783, uppflosnuð ári síðar hjá ættingjum í Rangárvallasýslu. Faðir hennar var bóndi á Skíðbakka en er hjá syni sínum frá 1796; þar lést hún 88 ára 1820.
Móðir Bjarna, Guðfinna Bjarnadóttir, fædd 1767 á Núpstað var í Eystri-Dal 1783 og flúði þá 16 ára gömul með foreldrum sínum að Fossi. Hún dó tveimur árum á undan Jóni 76 ára. Þau áttu 7 börn. Eitt dó á fyrsta ári, eitt eignaðist ekki barn en hin 5 eignuðust 50 börn á árunum 1817-1843, 10 dóu á fyrsta ári.
Sigurður Sigurðarson f.1830. Faðir hans Sigurður Eyjólfsson f.1800 á Syðri-Steinsmýri, húsmaður og bóndi í Hólmi 25 ára í 5 ár en dó þar 30 ára. Kona hans í 5 ár Guðrún Gissurardóttir var 6 árum yngri. Eignuðust þau 2 börn annað dó á fyrsta ári áður átti Sigurður, 22 og 24 ára, sitt hvort barnið með 31 árs og 37 ára vinnukonum. Guðrún, f.1806, á Á, bjó í 40 ár í Hólmi, giftist aftur Magnúsi Jónssyni f.1800 og áttu þau 13 börn á 18 árum; 6 dóu á fyrsta ári.
Guðrún Gissurardóttir var kona Sigurðar Eyjólfssonar. Móðir hennar Þorbjörg Ólafsdóttir, f. 1769, d. 1834, hjá foreldrum sínum Keldunúpi 1783 til 1802, húsmóðir í Fagurhlíð í 1 ár, Á í 6 ár, Nýjabæ í 9 ár, og Hólmi 16 ár. Faðir Gissur Pálsson, f.1768, d.1837. Móðir hans Hallný Jónsdóttir f. 1734. Gissur var niðursetningur á Á 1783, er í Holti 1792-1793, vinnumaður á Fossi og Prestbakka til 1801, bóndi Keldunúpi, Fagurhlíð, Á, Nýjabæ og Hólmi, samtals í 36 ár. Þau eignuðust 3 börn á árunum 1805 - 1808. Þremur árum eftir að kona hans dó giftist hann aftur Guðnýju Runólfsdóttur, f. 1809, d. 1855, hálfsystir Guðríðar Runólfsdóttur, f.1813, og lifði hann í 5½ mánuð eftir það. Móðir Þorbjargar, Guðrún Þorgeirsdóttir, f.1736, d. 1821; fædd og bjó á Keldunúpi. Faðir Ólafur Bjarnason, f.1738, d.1802, fæddur að Uppsölum og bóndi þar í 8 ár; síðar á Keldunúpi frá 1783, þau eignuðust 5 börn á árunum 1767 - 1783.
Páll Ólafsson, f.1732, d.1789, og Margrét Ingimundardóttir, f.1732, d. 1802; bjuggu á Hunkubökkum frá 1773 - 1789. Þau eignuðust 5 dætur 1765-1772, ein dó 1784. Tvær elstu dæturnar giftust og eignuðust 2 börn, en tvær yngri dæturnar, Ólöf f. 1767, langa-langaamma Elínar G. Sveinsdóttur, og Katrín, f. 1772, langa-langaamma Þórarins Auðunssonar.
Elín Guðbjörg Sveinsdóttir.
Árið 1784, árið eftir að Skafáreldar hófust, fluttust hjónin Hálfdan Guðbjargarson (Gíslason) 31 árs og kona hans Guðrún Einarsdóttir jafnaldra, að Þykkvabæ efri frá Rauðabergi í Suðursveit. Búa í Þykkvabæ í 2 ár, Hæðagarði 6 ár, í Fagurhlíð 10 ár, Keldunúpi 8 ár og á Breiðabólsstað 2 ár. Hálfdan lést 84 ára hjá syni sínum en Guðrún dó 58 ára. Börn þeirra voru Guðríður f. 1783, Guðmundur f. 1787, Sigurður f. 1791 og Einar er dó mánaðar gamall. Guðríður dóttir þeirra er á fyrsta ári þegar þau flytja, tvítug þegar hún giftist Þorgeiri Ólafssyni, f.1772, d.1811; 26 ár bónda á Keldunúpi. Búa þau þar í 3 ár, Þverá í 3 ár, Eystri-Dalbæ í 4 ár og hún ekkja þar í 4 ár; giftist aftur 31 árs Vigfúsi Einarssyni 28 ára frá Minni Borg undir Eyjafjöllum og flyst með honum að Kolsholti í Flóa 1818 og býr þar í 7 ár en flytja síðan að Litlu-Háeyri á Eyrarbakka.
Guðríður og Vigfús eignuðust 2 börn, þau fluttu ekki austur aftur. Guðríður Runólfsdóttir er hjá móður sinni í Eystri-Dalbæ í 3 ár, fer þá sem tökubarn að Uppsölum í 1 ár en þá til föður síns að Þykkvabæ og er til 28 ára aldurs. Þá giftist hún Sigurði Sigurðssyni jafnaldra sínum frá Breiðabólstað. Þau voru systkinabörn. Eignuðust þau 9 börn á 13 árum. Dóu fjögur þeirra á fyrsta ári en 5 þeirra komust til fullorðinsára. Elstur var Runólfur faðir Sigurðar í Hraunkoti en yngstur Sveinn forfaðir okkar. Sigurður dó aðeins 52 ára. Þau bjuggu í Nýjabæ (á Hæðinni). Guðríður lifði 5 árum lengur, síðustu tvö árin í Hörgslandskoti.
Sigurður, þriðja barn Hálfdans og Guðrúnar er fæddur í Fagurhlíð 1791. Giftist 18 ára Guðrúnu Hinriksdóttur 34 ára frá Þykkvabæ. Þau bjuggu á Breiðabólsstað. Eignuðust þau 4 syni á fjórum árum. Tveir létust á fyrsta ári en Sigurður f. 1813 (tvíburabróðir hans lést) og Einar f. 1815, lifðu. Sigurður Hálfdanarson lést 28 ára gamall, synirnir eru þá þriggja og fimm ára. Guðrún er þá 44 ára og giftist aftur Sveini Sigurðssyni f.1787 32 ára vinnumanni í Hátúni og Skál. Þau bjuggu á Breiðabólstað í 4 ár, Eystri-Tungu 19 ár og Nýabæ 5 ár, Sveinn dó þar 60 ára gamall en Guðrún varð 85 ára þegar hún lést 13 árum síðar.
Guðrún er 8 ára hjá foreldrum sínum í Þykkvabæ syðri, þeim Hinriki Jónssyni, f.1728, 55 ára og Gróu Bjarnadóttur, f.1732, 51 árs við upphaf Skaftárelda. Þau flúðu til Eyjafjalla, fengu jörð til ábúðar en Hinrik dó síðan og Gróa seinna á sama ári. Áttu þau þá líklega 5 börn, var Guðrún yngst. Guðrún kemur fram sem vinnukona á Keldunúpi 10 árum síðar, óvíst hvar hún hafi verið. Bjarni, bróðir hennar 6 árum eldri, var bóndi í Álfhólshjáleigu í Landeyjum og Ragnheiðarstöðum í Flóa 1802 - 1824. Kona hans var frá Möðruvöllum í Kjós.
Sigurður og Guðríður eignuðust son rúmu ári eftir að Sveinn stjúpi hans dó. Var hann skírður Sveinn en hann dó fárra daga gamall en 7 árum síðar skírðu þau yngsta son sinn Svein og er hann ættfaðir okkar og hefur því nafnið verið í okkar ætt í 5 ættliði. Sveinn fæddist í Nýabæ 1855, er 10 ára þegar faðir hans deyr. Fer 4 árum seinna með móður sinni og Runólfi bróður sínum sem þá er 22 ára að Hörgslandskoti. Runólfur verður síðan bóndi þar í 25 ár. Sautján ára fór Sveinn í vinnumennsku að Hörgslandi í 1 ár, Breiðabólsstað 2 ár, Kirkjubæjarklaustri 3 ár, hjá Árna Gíslasyni sýslumanni er bjó á Klaustri í 22 ár en flutti þaðan til Krísuvíkur. Sveinn fer með honum og er þar í 1 ár. Kemur síðan aftur að Klaustri í 2 ár, Skaftárdal 2 ár og Hólmi 1 ár en þá fær hann ábúð á (Suður)-Reyni í Mýrdal 1885 og býr þar til æviloka þá 55 ára. Sveinn giftist 1883, 28 ára, Gróu Guðmundsdóttur 24 ára. Gróa fæddist á Felli 1859, dóttir Guðmundar Ólafssonar 24 ára vinnumans sem kom frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum 2 árum fyrr og er í 5 ár á nokkrum bæjum í Mýrdal. Hann giftist þá Elínu Jónsdóttur 29 ára heimasætu á Reynishólum. Eignuðust þau 12 börn á 19 árum, 5 dóu ung. Fyrsta barnið átti hann með Elínu ári eftir að hann kom í Mýrdalinn, þá eignaðist hann 2 börn með Ólöfu Einarsdóttur, annað dó á fyrsta ári. Þá eignaðist hann annað barn með Elínu og giftist henni ári síðar og varð bóndi á Brekkum í 18 ár en drukknaði 51 árs gamall. Guðmundur var sonur Ólafs Ólafaonar 1787-1851. Hjá foreldrum sínum á Suður-Fossi 1821. Bóndi Stóru-Mörk 1821-1828. Bóndi í Vatnsdalsholti í Fljótshlíð 1830-1833. Í Stóru-Mörk 1837-1845. Hjá dóttur sinni þar til 185. Kona Guðrún Jónsdóttir f. 1792. Þau áttu 6 börn. Ólafur var sonur Ólafs Péturssonar 1760-1834.Hann er hjá foreldrum sínum á Reyni 1762,bóndi á Suður_fossi 1786-1834. Kona Helga Gunnarsdóttir f.1759. Þau áttu 7 börn. 1 barn með Guðný Jónsdóttur f 1800. Guðrún f. 1833 Ólafur var sonur Péturs Ólafaaonar 1725-1792. Hann er á Reyni 1749. Bóndi þar frá 1756 eða fyr. Kona fædd 1726 og áttu þau 5 börn
Fyrsta árið var Gróa með móður sinni á Felli, er þá 1 ár hjá föður sínum í Reynishólum, er svo aftur hjá móður sinni í Hæðargarði í 1 ár, síðan í Efri-Mörk til 15 ára aldurs. Er síðan vinnukona þar í 4 ár og á Kirkjubæjarklaustri í 2 ár, í Krísuvík í 1 ár, og Skafárdal í 3 ár, giftist þá Sveini og þau fá jarðnæði í suðurbænum á Reyni 1885. Bjuggu þau þar í 15 ár en Gróa dó 46 ára. Móðir hennar, Ólöf, var hjá henni til æviloka en hún varð 77 ára og dó aðeins 3½ ári á undan dóttur sinni.
Ólöf var dóttir Halldóru Jónsdóttur, f. 1789, og Einars Einarssonar f.1795. Þau byrjuðu búskap, hún 31 árs, hann 25 ára, í Hátúni og fleiri bæjum, síðast á Þverá í 18 ár. Alls bjuggu þau saman í 40 ár og eignuðust 10 börn, 3 dóu á fyrsta ári. Foreldrar Halldóru, Jón Þorsteinsson f. 1745, er 38 ára þegar Skaftáreldar hófust og Þuríður Árnadóttir, f.1757, 32 ára. Þau búa í Mörtungu þegar eldgos hófst, flytja þaðan að Nýjabæ og að Eystra-Hrauni, aftur að Nýjabæ og Hátúni í 26 ár. Þau áttu 10 börn, 5 dóu ung, 4 börn - tvíbura og 2 önnur - á tímum Móðuharðindanna. Fjögur börn þeirra eignuðust 29 börn, 9 dóu á fyrsta ári. Þuríður varð 61 en Jón varð 80 ára, sagður efnamaður.
Foreldrar Einars voru Einar Pálsson, f. 1770 (er 13 ára hjá móður sinni, ekkju í Holti, 1783, næst yngstur 11 systkina) og Ólöf Pálsdóttir f. 1767, 16 ára hjá foreldrum sínum á Hunkubökkum, næst yngst 5 systkina. Þau hófu búskap, hún 29 ára og hann 26 ára, í Holti og á fleiri bæjum lengst af í Skál í 13 ár, alls 29 ár. Þau eignuðust 6 börn, 3 dóu ung. Hún dó 72 ára en hann 55 ára. Ólafarnafnið hefur því, að minnsta kosti, fylgt ættinni í 8 ættliði.
Páll Arnbjarnarson, f. 1721, d.1780, bóndi í Kálfafellskoti og Holti í 23 ár. Rannveig Sigurðardóttir, f.1733, d. 1785. Áttu þau 11 börn á árunum 1758 - 1771. Einar var næst yngstur. Fjögur barna þeirra eignuðust samtals 18 börn er komust til fullorðinsára. Rannveig var ekkja í Holti og bjó þar fram að Skaftáreldum, flúði þá til Ólafs bróður síns að Herjólfsstöðum; búandi ekkja í Skálmabæ þegar hún dó.
Elínar og Guðbjargar nöfn formóður ykkar er ekki í beinum ættlegg hennar, en þau eru í hópi hálfsystra móður hennar. Fjögur barnabörn hennar bera nöfnin, þrjár Elínar og ein Guðbjörg.
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is