Í Flóanum

Blogghistorik: 2019 Visa kommentarer

17.07.2019 23:26

Þegar ég sá hana Rósu bera


Ég get ekki látið það vera

að segja ykkur frá því

Þegar ég sá hana Rósu bera - !

 

Ég var dálítið á því

En við því var ekkert að gera.

 

Grasið var farið að spretta

og laufið að grænka á trjánum.

Sólin lét geislana detta

Á mig, þar sem ég læddist á tánum

og reikaði í hverju spori

á þessu himneska vori

 

Úti var dýrlegt að ganga

og finna jörðina anga

Af gróðri, í alls konar litum

og daunillri brennivínsstækju,

sem lagði frá mínum vitum. 

 

Ég hefði getað lagst með hvaða skækju

sem orðið hefði á mínum vegi

á slíkum góðvirðidegi.

 

Ég var í ofsalega góðu skapi

og söng eins og vitlaus maður -.

Ég átti ekki að láta eins og api,

því að þetta var launhelgur staður.

 

Ég fór að ganga hraðar og hraðar

og neytti krafta, sem drottinn gaf mér -.

En allt í einu nam ég staðar

og það rann hreinlega af mér,

því framundan, á grænu engi

sá ég það, sem ég minnist lengi:

 

Á bak við runna lá hún Rósa - -.

Það stirnaði svo fallega á húðina ljósa

og ég líktist mest hræddum héra

þegar ég sá hana bera - -.

 

Ég læddist varlega nær og nær

og man það, eins það hefði gerst í gær,

og þar, sem hún lá með útglennta fætur,

skalf ég eins og lauf í vindi

en hafði þó á henni stöðugar gætur.

 

Ég losaði bæði um flibba og bindi

og þurrkaði svitann af andliti mínu.

Er ég starði á Rósu í látleysi sínu - - -.

 

---------

 

Allt gekk nú í einum hvelli grænum

því að Rósa var besta kýrin á bænum.

Og kálfurinn sem hún þarna átti.

baulaði eins og hann framast mátti

Muuuuu, muuuuu  muuööööö  !!


(stolið af internetinu..höf. Kálhaus. )




  • 1
Antal sidvisningar idag: 296
Antal unika besökare idag: 13
Antal sidvisningar igår: 640
Antal unika besökare igår: 33
Totalt antal sidvisningar: 285640
Antal unika besökare totalt: 44375
Uppdaterat antal: 16.7.2025 23:34:21
clockhere

Í Flóanum

Namn:

Aðalsteinn Sveinsson

Mobilnummer:

8607714

Postadress:

Kolsholti I

Plats:

Flóahreppur

Telefonnummer hem:

4863304

Länkar