Í Flóanum |
||
Blogghistorik: 2021 Mer >>25.06.2021 17:22Orgelið á Vestri-LoftsstöðumÞegar Jón Jónsson á Vestri-Loftsstöðum ( f. 1894 - d. 1978 ) var um fermingu fór hann fyrst á vertíð. Fyrir hýruna sem hann fékk á vertíðinni mun hann hafa keypt sér orgel sem hann bar heim að Loftsstöðum. Þetta orgel stóð þar inni alla tíð síðan á meðan Jón (Nonni) bjó þar, allt til elli ára. Nonni fór vestur að Stokkseyri og lærði orgelleik hjá Ísólfi Pálssyni. Gerðist síðan organisti við Gaulverjabæjarkirkju með búskapnum og sjómenskunni.
Orgelið góða notaði hann alla tíð óspart til æfinga því ekki dugði að koma óæfður að spila við athafnir í kirkunni. En með tímanum fóru bæði orgelið og húsakynni á bænum að eldast og loks var svo komið að það fór að koma niður á gæðum hljóðfærisins. Það lýsti sér m.a. þannig að í frosthörkum á veturnar hætti allveg að heyrast nokkuð í því.
Nonni sagði svo frá sjálfur að það truflaði hann ekkert. Hann æfði sig jafnt sem áður, hvort sem hljóð kæmi úr hljóðfærinu eða ekki. Hann kunni þessa sálma hvort sem er og þurfi ekkert frekar að heyra þá eina ferðina enn.
Svo var það einn veturinn að langan frostakafla gerði og orgelið var hljóðlaust svo vikum skipti. Að sögn Nonna, gerði svo allt í einu asahláku eina nóttina og þá vaknar hann við það að um húsið berast himneskið orgeltónar og öll fegustu orgelverk heimsins hljóma um bæinn á Vestri-Loftsstöðum. Þarna var þá að þiðna úr hljóðfærinu öll tónlistin sem Nonni hafði spilað á orgelið á meðan kuldakastið stóð yfir..
Það er nokkuð svipað komið fyrir mér og orgelinu á Loftsstöðum. Þegar kalt er á veturna og komið frost á ég mjög erfitt með að hreyfa mig almennilega. Ég "frís" einhvern vegin fastur og þarf mikla einbeitingu til þess að hreyfa legg eða lið. Ég á erfitt með að hita upp til að gera æfingar til þess að halda mér í formi sem er nauðsynlegt vegna þess að ég er með Parkinson. Ég verkjast allur upp og stífna í stað þess að hitna.
Það sem bjargar mér allveg í þessum aðstæðum er að geta kominst í sundleikfimina á Selfossi. Í volgu vatninu get ég alltaf hreyfit mig eitthvað og skiptir það sköpum fyrir mig að komast reglulega í sund. En nú er sumar og engar frosthörkur. Þó kalt hafi verið það sem af er sumri þá er ég í ágætu formi þessa daganna og geri reglulega hinar flóknustu fimleikaæfingar. Þetta er sennilega orðað nokkuð í stíl við frásagnagleði Nonna á Loftsstöðum. N/A Blog|WrittenBy as
Antal sidvisningar idag: 352 Antal unika besökare idag: 13 Antal sidvisningar igår: 640 Antal unika besökare igår: 33 Totalt antal sidvisningar: 285696 Antal unika besökare totalt: 44375 Uppdaterat antal: 16.7.2025 23:55:36 |
clockhere Arkiv
Í Flóanum Namn: Aðalsteinn SveinssonMobilnummer: 8607714Mejladress: kolsholt@islandia.isPostadress: Kolsholti IPlats: FlóahreppurTelefonnummer hem: 4863304Länkar |
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel