Í Flóanum

Blogghistorik: 2020 Visa kommentarer

27.07.2020 08:29

Skál fyrir Steina

Margar sögur hafa verið sagðar af Ólafi Ketilssyni sérleyfishafa (Óla Ket). Meðal annars hef heyrt að einhverju sinni þegar hann átti stóafmæli hafi hann boðið til mikilla veislu. Öllum helstu framámönnum Suðurland var boðið. Þetta var á þeim tíma þegar Þorsteinn Pálsson var nýtekinn við formennsku í Sjálfstæðisflokkknum og frambjóðandi flokksins á Suðurlandi

Í veislunni var boðið upp á kótilettur með kartöflum og svo ávaxtagraut í eftirrétt. Þegar veislugestir voru ný byrjaðir á grautnum kallar Óli Ket upp: "Skál fyrir steina". Standa þá allir veislugestir upp og lyfta glösum og segja "skál fyrir steina". Allir héldu að nú vildi gestgjafinn skála fyrir væntanlegum 1. þingmanni Suðurlands Þorsteini Pálssyni sem var þar á meðal gesta.

Svo setjast menn bara aftur og halda áfram með grautinn. En þá kallar gestgjafinn aftur upp "Skál fyir steina".  Og aftur standa allir upp og lyfta glösum og skála fyriir formanni Sjálfstæðisflokksins og væntanlegum 1. þingmanni kjördæmisins. 

Veislugestir eru svo ný sestir aftur niður til að halda áfram að slafra í sig grautinn, þegar enn á ný Óli Ket kallar og nú: "hvernig er það er ekki hægt að koma með skál fyrir sveskjusteinana úr grautninum?"

Skál fyrir Steina!

  • 1
Antal sidvisningar idag: 296
Antal unika besökare idag: 13
Antal sidvisningar igår: 640
Antal unika besökare igår: 33
Totalt antal sidvisningar: 285640
Antal unika besökare totalt: 44375
Uppdaterat antal: 16.7.2025 23:34:21
clockhere

Í Flóanum

Namn:

Aðalsteinn Sveinsson

Mobilnummer:

8607714

Postadress:

Kolsholti I

Plats:

Flóahreppur

Telefonnummer hem:

4863304

Länkar