Í Flóanum |
||
Blog records: 2013 N/A Blog|Month_531.05.2013 07:29VorVorið er skemmtilegur en annasamur tími. Þetta vorið hef ég lítið bloggað. Það ekki vegna þess að mér hafi fundist tilveran lítið áhugvert. Vorið er alltaf fullt af áhugverðum atvikum. Kornakrarnir voru hér unnir um mánaðarmótin aprí/maí. Bygginu var sáð 3. maí. 10 dögum síðar voru akranir að byrja að grænka og eru nú orðnir iðjagrænir yfir að líta. Annars hefur verið frekar kalt og hefur grasspretta, fram að þessu, verið mun seinni en undanfarin ár. Ekki er samt hægt að tala um einhver harðindi og nú tvo síðustu daga hefur grasið bæði á túnumm og útjörð þotið upp. Það styttist í slátt. ![]() Búið er að bera á ölll tún. Skítur var feldur niður í megnið að túnunum eins og undanfarin ár. Eftir er að vinna flög sem ætlunin er að sá í grasfræi í sumar. Sauðburði er nú að ljúka og hefur að mestu gengið vel. Helmingurinn af gemlingunum er að vísu geldur. Verður það sennilega að skrifast á annan kynbótahrútinn sem settur var á í haust og, eins og alltaf, miklar vonir voru bundar við. Óvíst er um framtíð hans í þessum bransa. ![]() Written by as
Today's page views: 428 Today's unique visitors: 10 Yesterday's page views: 1271 Yesterday's unique visitors: 9 Total page views: 324946 Total unique visitors: 47034 Updated numbers: 18.9.2025 20:18:57 |
clockhere Archive
Í Flóanum Name: Aðalsteinn SveinssonCell phone: 8607714Email: kolsholt@islandia.isAddress: Kolsholti ILocation: FlóahreppurPhone: 4863304Links |
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel