Í Flóanum |
||
Blog records: 2016 N/A Blog|Month_530.05.2016 19:35ÁsavegurÁ föstudagskvöldið s.l. gekk ég, ásamt nokkrum fjölda fólks , hluta af hinum forna Ásavegi hér í Flóanum. Efnt var til þessara göngu sem huti af hátíðinni "Fjör í Flóa" sem fram fór um helgina. Bent var m.a. á þessa göngu sem kjörið verkefni í "Hreyfiviku UMFÍ." Ég hef nú nokkrum sinnum farið þessa leið áður en hafði engu minna gaman af nú en áður. Farastjórar voru þau hjón á Hurðarbaki Ólafur og Kristín. Þau lýstu staðháttum og rifjuðu upp söguna en gengið var um söguslóðir Flóamanna sögu. Þetta gerðu þau á lifandi og skemmtilegan hátt sem ég held að allir sem þátt tóku hafi kunnað að meta. Gengið var frá Orustudal við Hurðarbaksveginn sem leiðin liggur í gegnum lönd Breiðholts, Dalsmynnis, Hurðarbaks, Hnaus og Neistastaða og endað þar sem Ásavegurinn fer um Gilvað á Bitrulæknum rétt við þar sem afleggjarinn heim að Hnausi er af Flóaveginum. Myndin er tekin þegar áð var við Skotmannshól. Ásavegurinn var þjóðleiðin niður að Eyrabakka og á hann söfnuðust flestir er þangað áttu leið. Þeir sem komu niður Skeið úr uppsveitum Árnessýslu, Einnig Rangæingar og Skaftfellingar sem komu yfir Þjórsá hvort sem var á ferju við Krók eða Egilsstaði eða komu yfir á Nautavaði á Þjórsá. Flóamenn notuðu þennan veg einning m.a við að koma fé á afrétt og heim aftur úr réttum á hausti. Mér skilst að hann hafi legið frá Orustudal áfram suður norðan við bæinn Önundarholt og fram Suluholtsmúla. Þaðan um Rútstaða- og/eða Seljatunguland og Gegnishóla hverfi og niður á Hólavöll sem var skilgreindur löggiltur áningastaður. Þaðan hefur væntanlega verið farið ströndina að Eyrabakka Written by as
Today's page views: 187 Today's unique visitors: 7 Yesterday's page views: 1271 Yesterday's unique visitors: 9 Total page views: 324705 Total unique visitors: 47031 Updated numbers: 18.9.2025 15:57:00 |
clockhere Archive
Í Flóanum Name: Aðalsteinn SveinssonCell phone: 8607714Email: kolsholt@islandia.isAddress: Kolsholti ILocation: FlóahreppurPhone: 4863304Links |
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel