Í Flóanum |
||
Blog records: 2015 N/A Blog|Month_530.05.2015 15:40Fjör í FlóaFyrir tíu árum síðan efndu þrjú félagsheimili í þremur sveitarfélögunum hér í Flóanum til samstarfs um fjölskyldu- og menningarhátíð í lok maí. Hátíðin hlaut nafnið " Fjör í Flóa" og hefur verið árlegur viðburður síðan. Ýmislegt hefur breyst hér í Flóanum þessi tíu ár m.a.sameining þessa sveitarfélaga. Ég lít svo á að upphaf þessara hátíðar hafi verið einn af mörgum aðdragendum þess að Flóahreppur varð til. Hátíðn "Fjör í Flóa" hefur vaxið og dafnað með hverju ári. Það hefur ávalt verið markmið hátíðarinnar kynna gestum eitt og annað sem þetta svæði hefur upp á bjóða auk þess sem heimamenn gera sér dagamun og skemmta sér og þeim gestum sækja þá heim. Ég er þeirra skoðunnar að þessi hátíð skipti máli fyrir gott mannlíf hér í Flóanum og virki vel bæði innávið og útávíð fyrir sveitarfélagið. Nú um þessa helgi er hátíðn haldin í ár. Ég tók þátt í skemmtilegri gönguferð á Loftstaðahól og niður á Loftsstaðasand í gærkvöldi. Þessi kvöldganga var einn af liðum hátíðarinnar og var farin undir leiðsögn Sigmundar Stefánssonar frá Arabæ. Milli 70 og 80 manns tóku þátt í göngunni í blíðskaparveðri og hlýddu á stórskemmtilegar frásagnir Sigmundar m.a. af Galdra-Ögmundi sem eitt sinn bjó á Loftstöðum, íþróttamótunum við Loftstaðahól og sjósókn frá Lofstaðasandi. Í morgun mætti ég svo í sameiginlegan morgunverð í Þingborg sem var í boði Fjör í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Fleirihundruð manns komu í Þingborg í morgun og voru allir í hátíðarskapi. Ýmislegt er svo boðið upp á alla helgina, bæði í og við Þingborg og svo einnig um alla sveit. Í kvöld er svo kvöldvaka í Félagslundi sem enginn ætti að vera svikin af. Written by as
Today's page views: 271 Today's unique visitors: 9 Yesterday's page views: 1271 Yesterday's unique visitors: 9 Total page views: 324789 Total unique visitors: 47033 Updated numbers: 18.9.2025 18:52:38 |
clockhere Archive
Í Flóanum Name: Aðalsteinn SveinssonCell phone: 8607714Email: kolsholt@islandia.isAddress: Kolsholti ILocation: FlóahreppurPhone: 4863304Links |
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel