Í Flóanum

10.07.2013 07:24

Starfsíþróttir

Á Landsmótum UMFÍ er keppt í starfsíþróttum. og finnst mér það ein af allra skemmtilegri íþróttagreinum. Á Landsmótinu á Selfossi um síðustu helgi var keppt í 8 greinum starfsíþrótta þ.e. dráttarvélaakstri, gróðursetningu, hestadómum, jurtagreiningu, lagt á borð, pönnukökubakstri, stafsetningu og starfshlaupi

Í fjölmennu liði HSK í starfsíþróttum voru m.a. Kolbrún í Kolsholti, Sigmar í Jaðarkoti og Jón í Lyngholti. Kolbrún keppti í jurtagreiningu og varð í 7 sæti. Þeir félagar og mágar Sigmar og Jón kepptu hinsvegar í dráttarvélaakstri og komust báðir á verðlaunapall. Jón sigraði keppnina og Sigmar varð í þriðja sæti. emoticon

Það var misjaft hvað héraðsamböndin virtust leggja mikla vinnu og áherslu að senda lið í starfsíþróttakeppnina á Landsmótið. Ég vil hvetja ungmennafélögin í landinu til þess að sinna þessari aldargömlu hefð. Ég held að það geti aldrei verið annað en skemmtilegt. emoticon
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 134
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 131830
Samtals gestir: 24171
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 22:29:06
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar