Í Flóanum

15.02.2018 09:22

Þorrablót

Í tilefni þess að nú er styttist í Þorraþræll og Þorrablótið í Þjórsárveri ætla ég að rita þessa sögu. Hún gerðist fyrir löngu síðan. Það er svo langt síðan að ég man ekki hvað er satt og logið í henni, en læt það mér engu skipta.


Við Kolbrún höfum verið saman í búskap í nær 40 ár. Allan þann tíma höfum við ekki svo oft farið saman út að skemmta okkur. Ein er sú skemmtun sem við látum þó aldrei fram hjá okkur fara en það er Þorrablótið í Þjórsárveri. Þar höfum við mætt á hverju ári og skemmt okkur vel.


Stundum hefur það nú verið harðsótt. Það hefur komið fyrir að það hefur rekist á við eitthvað annað. En alltaf hefur tekist að greiða úr því þannig að við höfum komist á Þorrablótið.


Einhverra hluta vegna hefur það æxlast þannig í gegnum tíðina að ég hef þvælt mér í allslagt félagsstörf. Um skeið var ég mikið að starfa fyrir ungmennfélagið og í framhaldi af því fyrir Héraðsambandið Skarphéðin.(HSK). Það kom fyrir að Héraðsþing HSK var haldið sömu helgi og Þorrablótið. Í þá daga stóðu Héraðsþing HSK í tvo daga ( laugardag og sunnudag)


Þegar þessi saga gerðist stóð svo á að Héraðsþingið var haldið austur að Skógum laugardag og sunnudag og þessa sömu helgi var Þorrablótið í Þjórsárveri um laugardagskvöldið. Ég starfaði þá sem gjaldkeri HSK og þurfti því að mæta á Héraðsþingið.


Nú það var ekki annað í stöðunni en fara á laugardagsmorgninum austur að Skógum. Planið var svo, þegar þingstörfum lyki á laugardeginum að bruna heim aftur í Flóann og mæta á Þorrablótið. Þegar Þorrablótinu væri svo lokið undir morgun yrði brunað aftur austur að Skógum á Hérðasþingið. Á þessum árum var maður ungur og kippti sér ekkert upp við það þó svefntíminn væri ekki alltaf reglulegur.


Sem gjaldkeri lagði ég fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir sambandið á þinginu. Seinnipartinn á laugardeginum tók fjárhagsnefnd þingsins til starfa. Ég átti í smá vandræðum með að fá fjárhagsáætluna samþykkta frá nefndinni þannig að mér finndist ásættanlegt. Umræður drógust á langinn og loks þegar niðurstað fékkst sem allir gátu sætt sig við var klukkan farin að ganga átta.


Nú var ég að verða of seinn ætlaði ég að vera komin á Þorrablót í Þjórsárveri kl níu. Ég henntist út í bíl og brunaði af stað heim. Sem betur fer var bæði veður og færi gott. Ferðin gekk því vel en þegar ég var kominn lagnleiðina að Markafljóti birtist allt í einu hvítklædd vera í ljósunum frá bílnum á miðjum veginum. Ég snarhemlaði!


Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið annað en vofa. Þrátt fyrir að ég nauðhemlaði átti ég varla von á að bíllinn næði að stöðvast áður en hann kæmi að þessu fyrirbrigði. Ég gat búist við að hann myndi bara renna í gegnum þetta eins og reyk.


En sem betur fer stöðvaðist bíllinn rétt í þann mund sem framstuðarin kom að verunni. Ég stökk út úr bílnum til að kanna þetta betur. Þá sá ég reyndar að þetta var ung kona af holdi og blóði. Hún virtist vera ómeidd en var greinilega nokkuð ölvuð. Ekki veit ég enn þann daginn í dag hvernig stóð á veru hennar þarna á veginum í þessu ástandi á þessum tíma. Ég fékk ekki nokkur botn í hvað hún var að reyna að segja. Hún vildi helst bara syngja fyrir mig.


Ég mátti nú ekki vera að því að dvelja þarna lengi. Ekki gat ég heldur skilið konuna þarna eftir. Þetta var löngu fyrir tíma GSM símanna þannig að ég gat ekki haft samband við neinn út af þessu þarna á staðnum.


Ég gerði því það eina sem mér datt í hug í stöðunni. Ég kom konunni fyrir í framsætinu í bílnum hjá mér. Síðan hélt ég áfram leið minni og ætlaði að reyna að nota tímann til að komast að því hver þessi kona var og hvert hún ætlaði að fara.


En ég var ekki kominn langt þegar það rann upp fyrir mér að nú fyrst var ég kominn í vandræði. Um leið og konan var kominn inn í heitan bílinn hjá mér leið hún útaf og steinsofnaði. Ég fékk hvorki hósta né stunu upp úr henni. Aðeins bara hroturnar í henni þar sem hún sat eins og hrúald í framsætinu hjá mér.


Þetta gat ekki vísað á gott. Að koma seint heim, einmitt þegar ætlunin var að fara  út með Kolbrúnu að skemmta sér. Það var nú ekki svo oft sem það stóð til. Heldur þyrfti ég nú líka að útskýra hvað dauðadrukkin ókunnug kona var að gera í bílum hjá mér.


Sem betur fer leystist þetta nú. Þegar ég kom á Hvolsvöll sá ég þar á gangi mann sem ég þekkti. Ég renndi bílnum upp að honum og útskýrði fyrir honum vandræði mín.  Þegar hann sá konuna í bílnum hjá mér kannaðist hann strax við hana. Hann tók að sér að koma henni til sýns heima. Bíllinn hans var þarna skammt frá og færðum við hana nú yfir í hans bíl. Ég gat nú haldið áfram för minni laus úr þessum vandræðum.


Þegar ég kom heim var klukkan rétt að verða níu. Kolbrún var búinn í öllum verkum og hafa sig til á blótið. Þannig að um leið ég renndi í hlað heima kom hún út í bíl og við gátum nú farið beint upp í Þjórsárver á Þorrablótið.


Þegar við vorum á leiðinni þangað tek ég eftir að annar skór ungu konunnar hafði orðið eftir á gólfinu í bílnum hjá mér. Þar sem allt hafði nú gengið upp í þessari lýgilegu atburðarás fram að þessu, fór ég nú að hafa áhyggur af því hvernig ég ætti að útskýra þennan ókunna kvennmannsskó í bílnum.  Ég hef sennilega óttast að það hefði einhvar áhrif á stemmingu kvöldsins.


Ég tók það þá til ráðs um leið og við keyrðum fram hjá Vatnsenda að ég bendi svona heim að bænum og segji: "Er þetta ekki gamall Moskvits sem stendur þarna heima hlaði á Vatnsenda." Kolbrún fer að horfa heim að bænum og þá notaði ég tækifærið. Ég læði hendinni niður með fætinum á Kolbrúnu og kræki með vísifingri í hælbandið á skónum og dreg hann til mín. Hendi honum svo út um gluggann mín meginn um leið og við förum yfir brúna á Vantsendagilinu.


Kolbrún varð ekki vör við neitt. Nú ökum við upp hlað í Þjórsárveri. Klukkan er akkúrat níu. Ég snarast út úr bínum en það virðist eitthvað hik vera á Kolbrúnu. Ég geng því kringum bílinn og opna fyrir henni hurðina. Enn er eitthvað hik á Kolbrúnu. Svo lítur hún á mig, þar sem ég stend fyrir utan bílinn og held upp hurðinni fyrir hana, og segir við mig:


" Heyrðu Steini, ég skil ekkert i því hvað orðið hefur um annan skóinn minn"

 

 

 

28.01.2018 08:53

Tungumálaörðuleikar

Ég hef aldrei verið góður í tungumálum og má segja að það jaðri við fötlun. Þegar ég var í skóla voru mínar einkunnir lægstar í ensku og dönsku. Eftir að ég hættti skólagöngu hefur það ekki batnað og ég á í erfileikum með að skilja bæði talað og ritað mál t.d. bara á ensku.

Ég verð hinsvegar var við það að börn í dag læra ensku svo til samhliða móðurmálinu sínu. Ég hef getað leiað til barnabarna minnar ef ég er í erfileikum með að skilja eða tjá mig á ensku. Þau, sum hver bara ný byrjuð í grunnskóla, eru ekki í erfileikum með hvorki að skilja eða tala ensku ef á reynir.

Það er frábært og mun án efa gagnast þeim í framtíðinni. Hins vegar er ég alveg búinn að átta mig á því að ef ekki er unnið markvist og meðvitað í því að varðveita íslenska tungu sem lifandi tungumál mun hún láta undan og hverfa á tiltölulega skömmum tíma.

Mér finndist það nú menningarlegur skaði fyrir heimsbyggðina ef það gerist og ég held að fleiri séu mér sammála um það. Það væri hinsvegar kannski praktískara að allir töluðu sama tungumálið sem gæti t.d. heitið "alheimska". Allir myndu skilja alla og allir tungumálaörðuleikar úr sögunni.

Það hefur sjáfsagt lengi fylgt manninum allskonar erfileikar með að skilja framandi þjóðir Eins að koma einhverju á framfæri við aðra sem erfitt er að skilja. Allslags miskilningur og vandræði er hægt að rekja til tungumálaerfileika öldum saman

Tveir menn hér í Flóanum, þeir Valdi kjaftur í Efri-Gróf (Þorvaldur Gunnlaugsson 1762-eftir 1835) og Markús í Traustholtshólma (Markús Þorvaldsson 1754-1821) lentu heldur betur í vandræðum einhverntíman seint á 18. öld. Þá hugðust þeir vekja upp draug í gamla kirkjugarðinum í Villingaholti af sjóreknum manni sem átti að færa þeim auðæfi af hafsbotni.

Svo illa tókst til að upp kom danskur matsveinn af stríðsskipinu Gothenborg sem farist hafði á Hafnarskeiði árið 1718. Mannbjörg varð að mestu en skipverjum, sem voru um 170, var komið fyrir á bæjum bæði við Faxaflóa og á Suðurlandi. Þeir voru misjafnlega á sig komnir og lifðu sumir ekki lengi eftir volkið. Þessi danski matsveinn verslaðist upp og dó á einhverjum bæ hér í Flóanum og var jarðaður í Villingaholti.

Það var svo komð fyrir þeim félögum Valda kjaft og Markúsi eins og mér að þeir voru lélegir í dönsku. Þessi uppvakti danski matsveinn kunni heldur ekkert í íslenksku þannig að þeir skildu aldrei hvorn annan. Þeir gátu því enga stjórn náð á draugnum og varð nú Markús orðinn hræddur.

Tók hann á rás út úr kirkjugarðinum. Þegar hann var að fara út um sáluhliðið benti Valdi draugnum á eftir honum. Sagt er að þessi draugur hafi síðan fylgt Markúsi og afkomendum hans. Var síðar kenndur við Leirubakka á Landi en hann mun hafa fylgd dóttur Markúsar sem þar bjó.

Aðrar sögur segja reyndar að prestur hafi verið fengin til að kveða drauginn niður. Man ég vel eftir hellu einni sem Draugahella heitir á eða við hólinn þar sem gamli bærinn í Villingaholti og kirkjugarðurinn var forðum. Þar var mér sagt að Gothenborgardraugurinn hafi verið kveðinn niður og þessari hellu komið fyrir og vissara að hreyfa hana ekki.

30.12.2017 20:58

Bústærð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kúabúum hefur fækkað stórlega en aftur á móti stækkað. Þessi þróun hefur verið í gangi meira og minna í heila öld og ekkert sem bendir til annars en svo verði áfram.

Þegar afi minn Þórarinn Auðunsson (1892-1957)  og amma Elin Guðbjörg Sveinsdóttir (1898 -1993) Safn heimilda um ævi og störf ÞA og EGS hófu sinn búskap í Fagurhlíð austur í Landbroti árið 1921 tóku þau til við að byggja upp öll hús á jörðinni. M.a. byggðu þau þar fjós fyrir 2 kýr einhvertíman á árunum 1922 til 1930

Tuttugu árum seinna eða árið 1946 eru þau aftur tekin til við að bygga. Nú eru þau komin suður og fengið til ábúðar nýbýli úr landi Lágafells í Mosfellssveit. Þar voru stofnuð 8 nýbýli um 30 ha hvert. Á þessu tíma þótti það ákjósanleg stærð til rekstrar.

Nýbýlið fékk nafnið Lágahlíð og nú er byggt fjós fyrir 12 kýr ásamt hlöðu, litlu fjárhúsi, hæsnahúsi, vélageymslu og að sjálfsögðu íbúðarhúsi. 

En rúmum tuttugu árum seinna eða 1969 eftir að hafa rekið búskapinn í Láguhlíð frá því að afi féll frá 1957 flytja foreldrar mínir austur í Flóa. Þau kaupa jörðina Kolsholt 1 ásamt eyðijörðinni Jaðarkot og taka þar til við búrekstur. Nú eru básarinir í fjósinu orðnir 32.

Tæpum tuttugu árum seinna eða 1986 eftir að við Kolbrún erum kominn inn í búreksturinn er hér tekið í notkunn nýtt fjós og nú eru básarnir orðnir 70. Pabbi Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () sagði oft að veruleikinn væri sá að stækks þyrfti kúabúin um 1 kýr á ári að meðaltali til að halda í víð þróunina.

Nú segir þessi básafjöldi í þessum fjósum ekki alla söguna á bak við búskapinn. Um það leiti sem við erum að byggja núverandi fjós hér á jörðinni með 70 legubásum eru settar á allskonar stærðartakmarkanir á bústærðir til að bregðast við offramleiðslu.

Fyrst var reynt að takmarka fjármagn til uppbyggingar á hverri jörð til að sporna við stækkun búanna. Síðan tóku við framleiðslutakmarkanir sem voru bísna harkalegar á köflum.

Básarnir 70 hafa aldrei nýst allir fyrir mjólkurkýr enda var í upphafi alltaf reiknað með að þeir væru að hluta til fyrir kvígur í uppeldi. Síðan vegna framleiðslutakmarkanna í mjólk hefur hluti fjósins ávalt verið notaður í nautakjötsframleiðslu sem kannski ekki var gert ráð fyrir í upphafi

Í upphafi gerðum við ráð fyrir að framleiða 200.000 lítra af mjólk á ári í þessu fjósi og þótti það á þeim tíma allnokkuð. Það varð nú samt bið á að það takmark næðist. Vegna fyrrgreinda takmarkanna urðum við að minnka framleiðsluna þegar fjósið var tekið í notknn.

Í gamla fjósinu, sem var hér á jörðinni þegar við fluttum í Flóann komumst við hæðst í að framleiða eittkvað rúmlega 130.000 lítra, þarna um það leiti sem við vorum að undirbúa okkur í að byggja nýtt fjós. Það var svo nokkurn vegin það framleiðslu magn sem hér var búið með allt fram til ársins 2010.

Það var reyndar aðeins mismunur milli ára. Stundum varð að skera niður sérstaklega á fyrstu árunum í nýja fjósinu. Þá var engin heimild til að kaupa kvóta og varð að búa við þann kvóta úthlutað var.

Seinna voru heimiluð kaup og sala á kvótanum en þá vorum við komnir í gegnum stæðsta skuldaskaflinn eftir byggingaframkvæmdirnar. Verð á kvóta rauk strax upp úr öllu valdi þegar frjáls verslum með hann var heimiluð. Við höfðum lítinn áhuga á að skuldsetja okkur aftur og aðlöguðum búskapinn að þeim kvóta sem við höfðum.

Þegar kom fram á þess öld var nokkuð jafnvægi orðið í framleiðslu og sölu á mjólk og mjólkurvörum í landinu. Nú fór jafnvel aukast sala. Mjólkurkvótin jókst og stundum fékkst nokkuð greitt fyrir umframmjólk.  Við fórum, þó í smáum stíl, að auka framleiðslu á mjólk umfram kvóta í von um að eitthvað fengist fyrir hana. Árið 2012 og 2013 voru framleiddir hér á milli 170 og 180 þús lítrar.

Það kom svo að því að menn hugðu ekki að sér og það vantaði meiri mjólk til að bregðast við söluaukningu Það varð skortur á smjöri í árslok 2013 vegna þess að þegar kvóti var ákveðin fyrir árið gerðu menn ekki ráð fyrir þeirri söluaukningu sem náðist. Nú voru bændir sárbændir um að framleiða meira. Kvótinn var aukinn og að auki fullu verði lofað fyrir alla umframmjólk árin 2014 og 2015.

Árið 2014 er yngra fólk að koma hér inn í reksturinn og þá er tekin sú ákvörðun að vinna markvisst að því að auka frammleiðslu hér á mjólk til frambúðar. Það ár eru framleiddir hér 180.221 lítrar, árið eftir 2015 er framleiðslan komin í 228.598 og má sega að þá fyrst hafi því takmarki sem stefnt var að í upphafi (200.000 l ) verið náð og reyndar aðeins betur. Árið 2016 er framleiðslan komin í 235.706 lítra og á síðasta ári er framleiðsaln svo 266.464 lítrar.

  • 1
Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 467737
Samtals gestir: 80012
Tölur uppfærðar: 17.2.2018 21:29:02
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar