Í Flóanum

14.03.2010 07:34

Ætti ég að halda úti bloggsíðu...?

Mér hefur dottið til hugar að halda úti bloggsíðu. Ástæðan er kanski fyrst og fremst til þess að koma á framfæri skoðunum mínum og áherslum í málefnum sveitarfélagsins og kynna fyrir þeim sem áhuga hafa hvað verið er að fást við hverju sinni. Ég hef síðan vorið 2006 verið oddviti í sveitarfélaginu Flóahreppur. Ég er tilbúin til þess að halda því starfi áfram ef áhugi er meðal kjósenda til þess.

Þessa dagana er í gangi vinna um land allt við að stilla upp framboðum fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Víða eru prófkjör í gangi og uppstillingarnefndir eru að störfum. Þessu fylgir vonandi gagnleg umræða um málefni sveitarfélaganna og það fólk sem tilbúið er að starfa á þessum vettvangi næsta kjörtímabil. Ég vona að íbúar Flóahrepps velti þessum málum vel fyrir sér og taki þátt í umræðunni af krafti.

Nú á eftir að reyna á það hvernig mér gengur að halda úti þessarri síðu. Ég er að vona að hún geti að einhverju leiti verið liður í þessarri umræðu. Ég á sjálfsagt eftir að segja frá einhverju fleiru en eingöngu því sem ég að að fást við sem sveitastjórnarmaður enda margt áhugavert sem kemur upp á hverjum degi.

Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 281
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 133828
Samtals gestir: 24455
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 11:10:52
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar