Í Flóanum

07.08.2012 07:05

Verslunnarmannahelgin

Nú er þessari mestu ferða- og skemmtanahelgi lokið og gekk hún að mestu stórslysalaust. Mikill mannfjöldi var samankomin hér um slóðir. Ég varð að vísu ekki mikið var við það og mannlífið hér í miðjum Flóanum tók lítið mið af því.

Unglingalandsmót UMFÍ er nú orðin stæðsta útihátíðin um þessa helgi. Mótið var að þessu sinni haldið á Selfossi og tókst að mér skilst ljómandi vel. Þetta mót er með allt öðru sniði en aðrar útihátíðir. Á Unglingalandsmóti er það leikgleði og þátttaka mótgesta sjálfra sem skiptir megin máli.  

Nú eru tuttugu ár frá því að fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992. Næsta mót var svo haldið þremur árum seinna á Blönduósi og svo aftur þremur árum seinna í Reykjavík. Tveimur árum eftir það var mótið haldið á Tálknafirði og í Vesturbyggð. Það var þá sem ákveðið var að halda mótið um verslunnarmannhelgina. Tveimur árum seinna eða 2002 var það svo endur tekið í Stykkishólmi og síðan hafa mótin verið haldin árlega um þessa helgi.

Það er virkilega ánæjulegt að sjá hvernig þessi Unglingalandsmót hafa vaxið og dafnað frá því að ungmennfélögin fóru fyrst að efna til þeirra. Það var á sínum tíma nokkuð djarft að færa mótið yfir á verslunnarmannahelgina og í framhaldi af því að halda mótið árlega. Með því var farið í beina samkeppni við þær fjölmörgu útihátíðir sem haldna um allt land þessa helgi. 

Ég hafði á sínum tíma efasemdir um að þetta væri skynsamlegt. Ég og ýmsir fleiri inna ungmennafélagshreyfingunnar höfðu áhyggur af því að erfitt gæti verið að fá fólk til þess að koma á svona mót um þessa miklu skemmtanahelgi. Ég óttaðst líka að sú samkeppni myndi leiða til þess að meiri áhersla yrði á aðkeypta skemmtikrafta og íþróttakeppnin sjálf yrði aukaatriði.

Þessi ákvörðun hefur nú fyrir lögnu sannað sig og reynslan hefur sýnt að var mikið framfaraskref fyrir Unglingalandsmótin og Ungmennafélaghreyfinguna. Ég fagna því að sjálfsögðu og hef mikla ánægu af því að fylgjast með hvað þetta eru mikið skemmtileg mót. Ekki síst akkúrat um þessa helgi.

Ég er haldinn þeirri sérvisku að hafa litla löngun til þess að sækja útihátíðir. Ég hef aldrei kunnað vel við mig í fjölmenni. Góða veðrið um helgina nýttum við Kolbrún til þess að mála þakkantinn á íbúðarhúsinu. Það verkefni var eftir frá því að húsið var gert upp að utan í fyrra haust. (sjá Húsabætur () og "Fyrir og eftir" myndir () )

Samt sem áður var nú aðeins farið í bíltúr. Þá voru valdar leiðir sem ekki eru fjölfarnar. Í gær t.d. fórum við með Erlu og Kristni inn að Skjaldbreið. Fórum línuveginn frá Uxahryggjaleið inn á Haukadalsheiði og þaðan niður í Haukadal. Þessa leið hef ég ekki farið áður. Fyrir Flóamannin virkar langslagið fyrst og fremst gróðurlaust. Eða eins og Kolbrún orðaði það þá var þarna að sjá mikið af engu. emoticon

Það er samt alltaf áhugavert að fara um landið og sérstaklega þar sem maður hefur ekki komið áður. Það var t.d. gaman að sjá fjöllin hinum megin frá sem skarta sínu fegursta í fjallahringnum í norðurátt héðan úr Flóanum.




31.07.2012 07:06

Á útreiðum

Þau brugðu sér í útreiðartúr saman krakkarnir í Lyngholti og Hurðarbaki á sunnudaginn var. Þetta voru þeir bræður: Unnsteinn, Sigurjón  og Helgi á Hurðarbaki og systkinin í Lyngholti Kolbrún Katla og Hjalti Geir. Kaupakonunni á Hurðarbaki henni Rakel var að sjálfsögu boðið með.

Feðurnir á bæjunum þeir Reynir og Jón Valgeir voru teknir með til að aðstoða við hrossin (sem hestasveinar). Síðan fengum við afarnir á bæjunum, Óli á Hurðarbaki og ég líka að fara með. En það var bara vegna þess að okkur þykir svo gaman að ríða út í góðra vina hópi.

Þetta var afskaplega skemmtilegur útreiðartúr. Ég fór héðan rétt fyrir kl eitt og reið upp að Lyngholti. Þaðan ríðum við að Hurðarbaki og var þá allur hópurinn kominn saman. Frá Hurðarbaki var farin bein leið að Neistastöðum, upp veginn að Brúnastöðum framhjá Miklaholtshelli og Ölvisholti og nýja veginn að flóðgátt Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflötum.

Á Brúnastaðaflötum komu þær Hallfríður og Fanney ásamt yngstu börnunum henni Ástu Björg í Lyngholti og óskírðum yngsta syninum á Hurðarbaki, með kaffi til okkar. Mannvirki Flóaáveitunnar voru skoðuð og bæði hestar og hestafólk hvíldu sig um stund. Að þvi loknu var riðið sama leið heim aftur.

Öll vorum við velríðandi. Helgi sem var yngstur í hópnum deildi bæði hest og hnakk með föður sínum. Farið var rólega yfir enda ekki ástæða til annars í góðum hóp, í góðu veðri og í fallegu umhverfi.

Á leiðinni voru hin ýmsu málefni rædd. M.a. var verið að metast á um gæði hrossana og menn jafnvel þreifuðu fyrir sér í hrossakaupum. Í því sambandi voru háar upphæðir nefndar.! emoticon

Öll held ég að við höfum skemmt okkur vel í þessari ferð og þakka ég ferðafélögunum fyrir skemmtilegan dag.

28.07.2012 07:16

Vestmannaeyjar

Við systkinin ásamt mökum buðu foreldrum okkar í dagsferð til Vestamanneyja síðast liðinn fimmmtudag. Þó Vestmanneyjar blasi hér við, í ekki svo mikilli fjarlægð, er maður nú ekki fasta gestur þar. Sum okkar höðu reyndar aldrei þangað komið. 

Við lögðum af stað héðan úr Flóanum upp úr kl átta. Þau sem úr Hafnafirði komu hafa væntanlega lagt af stað u.þ.b. klukkutíma fyrr. Vorum í Landeyjarhöfn á tíundatímanum en Herjólfur sigldi kl. tíu. 35 mínútum seinna vorum við í Vestmanneyjum.



Við notuðum tíman til þess að skoða okkur um. Byrjað var á því að fara í Herjólfsdal. Síðan var keyrt út á Stórhöfða og útsýnið þaðan rannsakað. Nýja hraunið og afleiðingar eldgosins voru grannskoðuð og ýmilegt fleira ásamt því að borða saman um miðjan daginn.





Eftir góðan dag var farið til baka með Herjólfi kl 17:30.

18.07.2012 07:29

Sumarfrí...eða ekki

Nú er sá árstími að þjóðfélagið er meira og minna í dvala vegna sumarleyfa. Starfsmenn sveitarfélagsins eru flestir í sumaleyfum þessar vikurnar. Skólarnir eru ekki starfandi og skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð nú tvær vikur.

Það er rólegt í sveitarstjórnarmálunum núna. Ég fæ að vísu fleiri símtöl núna vegna þess að skrifstofan er lokuð. Þetta er fólk að leita uppýsinga um hin ýmsu mál sem viðkemur þjónustu sveitarfélagsins. Það er ágætt að taka vaktina í þessu í einhverja daga en sennilega eru þær á skrifstofunni mikið færari en ég að upplýsa og leiðbeina fólki. emoticon

Nú er líka sá tími að tækifæri gæti verið til þess að gera það ekki ekki kemst í verk á öðrum tímum í sveitinni. Aðalheyskaparlotunni er lokið. Nú er tækifærið til þess að mála, girða, laga og bæta það sem aldrei kemst í verk og á að gera þegar "um hægist". Það hefur viljað brenna við að þessi verk safnast gjarnan upp þannig að það er aldrei meira að gera en einmitt þegar loks um hægist. emoticon

Annars er rigning núna og er hún kærkomin. Það verður sennilega samt ekki búið að rigna lengi þegar maður verður farinn að agnúst út í það að það skuli rigna. En ég er samt sáttur með það ennþá.emoticon



08.07.2012 07:47

Magn og gæði

Það er alltaf blíða þessa dagana. Nú er þetta að verða árviss viðburður hvert sumarið af öðru að það er boðið upp á verðurblíðu vikum saman. Það er reyndar alltaf not fyrir gott veður þannig að ekki ætla ég að kvarta undan því.

Lífið er nú samt flóknara en það að eitthvað eitt veður sé best og önnur veður verri. Veðrið spilar nefnilega stórt hlutverk í stóra samhenginu. Við sem höfum beina afkomu af jarðargróðanum áttum okkur vel á því. Afkoma í rekstrinum ræðst að stórum hluta hvernig til þess að afla heyja. Þá skiptir máli bæði magn og gæði heyfengsins.

Það hefur undanfarin sumur ekki verið mjög flókið að ná heyjum með nútíma tækni og nútíma tíðafari. Nú í sumar voru síðdegisskúrir þá daga sem mest lá undir hér á bæ reyndar svolítið að valda þjóni. Þetta voru ekki neinar smáskúrir heldur úrfelli með þrumum og eldingum.



Við elstu feðgarnir á bænum höfum þann starfa nú þessa dagana að keyra heim rúllunum af fyrsta slætti. Verkið er heldur viðameira en síðustu ár þar sem grasspretta er með allra besta móti. Þar kemur til að hér hefur ekki verið allveg eins þurrt og í fyrra og það hlínaði fyrr í vor. emoticon

Kornuppskera er líka mun vænlegri nú en oft áður. Allt korn er nú skriðið hér á bæ en það er þremur vikum fyrr en í fyrra.

Þó heyin séu mikil í ár þá geri ég ráð fyrir að um eitthvað lakari gæði geti verið að ræða. Þegar sprettur mikið og hratt er grasið fljótt að spretta úr sér og svo voru áður nefndar skúrir ekki til þess fallnar að auka gæðin. emoticon

28.06.2012 07:34

Forseti Íslands

Nú stendur til að kjósa til forseta á laugardaginn. Það hafa sem betur fer nokkrir lýst sig reiðubúna til þess að taka að sér embættið.  Nú reynir bara á þjóðina að velja þann sem henni þykir bestur.

Það óvenjulega við þessar kosningar nú er að sitjandi forseti hefur fullan vilja til þess að gegna starfinu áfram. Það hefur ekki þótt ástæða til þess áður ef sitjandi forseti  vill halda starfinu að leggja í mikla vinnu við mótframboð og kosningabaráttu. Ef til þess hefur komið þá tók þjóðin varla eftir því og sitjandi forseti kjörinn með yfirgnæfandi fylgi.

Nú bregður öðru vísi við. Nú er fjöldi mótframboða og töluvert lagt í kosningabaráttuna. Umræðan snýst reyndar svolítið um sitjandi forseta og störf hans. Augljóst er að hann nýtur ekki sama almenna traust og fyrirrennarar hans gerðu meðan þeir voru í starfi. Enda er hann búinn upp á sitt einsdæmi að gjörbreyta  starfinu og hlutverki þess í sinni embættistíð.

Hann hefur tekið sér meiri pólítísk völd en nokkur annar forseti hefur gert. Hann hefur stillt sér upp sem "öryggisventli" fyrir þjóðina gangvart þeim stjórnvöldum sem þjóðin kýs yfir sig. Það fellst aðallega í því að hann leggi persónulegt mat á það hvaða mál eru það "stór" að rétt sé að hann taki til sinna ráða og hafi afskifti af afgreiðslu þeirra.

Ýmislegt í þessari umræðu veldur mér heilabrotum og finnst mér þversagnir í ýmsu því sem haldið er fram.  Þeir sem mest tala um lýðræðið og að færa eigi völd til fólksins ætla að setja traust sitt á forsetaembættið.  Þetta gengur svo langt að mér finnst eins sumir haldi það, að það verði allt eitthvað lýðræðislegra ef völd forseta eru aukinn.

Talað er jafnvel um það að forsetinn eigi að segja Alþingi fyrir verkum ef honum sýnist svo og hann eigi hiklaust að vísa mönnum úr ríkisstjórninni ef honum þykir ástæða til.

Mér finnst akkúrat ekkert lýðræðislegt við þetta. Ef það er nauðsynlegt, sem það sjálfsagt er, að almenningur geti tekið fram fyrir hendurnar á starfandi stjórnvöldum verðu að finna einhverja betri lausn á því.

Það er engann vegin boðlegt að vera háður, í þessum efnum, duttlungum einnar mannesku þ.e. þeirri sem gengir embætti forseta hverju sinni.  Hægt er að spyrja sig núna, ef sitjandi forseti nær ekki helming greiddra atkvæða hvort meirihluti þjóðarinnar treystir honum þá ekki. Hann gæti samt sem áður ná kjöri til þess að gegna starfinu áfram,

 

23.06.2012 07:26

Ljósleiðari og Jónsmessunætur-föguður.

Í gær hittust á óformlegum spjallfundi forsvarsmenn nokkura sveitarfélaga sem hafa verið að spekulera í ljósleiðaravæðingu. Þetta voru dreifbýlissveitarfélög hér af suðvesturlandi sem eru að velta fyrir sér með hvaða hætti íbúar þess geti setið við sama borð og fólk í þétttbýlinu hér allt í kring varðandi net og sjónvarpstengingar.

Sum þessa sveitarfélaga hafa nú þegar ákveðið að leggja ljósleiðara í hvert hús í sveitarfélaginu. Þau sem lengst eru komin í þessum málum eru Skeiða- og Gnúpverjahreppur sem er þegar búin að bjóða út framkvæmdir  og svo Hvalfjarðarsveit sem hefur tekið ákvörðum að leggja í slíkar framkvæmdir,

Ljósleiðaranetið í þessum sveitarfélögum verður í eigu sveitarfélagsins og rekið af þeim. Síma-, intarnet-  og sjónvarpsfyrirtækum veður boðið að selja sína þjónustu á þessum netum. Þessi sveitarfélög miða við að þeirra íbúar greiða ekki hærri gjöld en gengur og gerist í þéttbýlinu hér í kring. Ljóst er að verkefnið er fjármagnað með skattfé og það geti tekið áratugi að það borgi sig til baka.

Það er niðurstaða þessara sveitarfélaga að þetta sé eina leiðin til þess að tryggja íbúum sínum fullnægandi þjónustu. Eftir viðræður og samtöl við dreyfifyrirtæki, sem eru fjölmörg starfandi á svæðinu með hinar ýmsu tæknilausnir, sjá menn ekki að þau leysi þetta með fullnægandi hætti í dreyfbýli til langs tíma .

Það er mín skoðun og margra annarra sem hafa velt þessu fyrir sér að það voru regin mistök að selja grunnnet símans á sínum tíma. Það hefði verið mun skynsamlegra í okkar strjálbýla landi að byggja á einu öflugu samskipaneti um landíð. Í stað þess eins og nú er að mörg fyrirtæki eru að leggja í kostnað við einhverskonar samskipatkerfi. Þessi kerfi eru misjöfn tæknilega og bjóða upp á misgóða þjónustu. Þau eru meira og minna vannýt og/eða vanmáttug til að standa sig í samanburði við það sem best gerist.


Sumarnótt í Flóanum

Annars er nú sá árstími að það er kannski engin ástæða til að vera vetla þessu fyrir sér. Hver hefur áhuga eða þörf á sjónvarpi, síma eða interneti nú þegar bjart er allan sólarhringinn og boðið er upp á veðurblíða alla daga.

Í kvöld ætlar hann Stefán Ágúst frændi minn að fagna þeim áfanga að hann er að útskrifast sem læknakandidat í dag. Hann ætlar að gera það með þeim hætti að boða til Jónsmessunæturs-fagnaðar hér í skógræktinni. Stefán þekkir hér vel til enda verið hér oft og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og störfum allt frá því að hann fæddist. 

Mér finnst varið í það hann skuli velja það að fagna þessum tímamótum hér. Enda í sjálfusér hvergi betra að vera en úti í guðsgrænni náttúrinni í bjartri sumarnóttinni í Flóanum. Sjálfur ætla ég að rölta til hans í fagnaðinn og óska honum til haningju með áfangann.

  

16.06.2012 07:55

Júllarar.

Í dag eru 100 ár liðin frá því að hann tengdapabbi minn Júlíus Sigmar Stefánsson ( f. 12 jún. 1912 - d 7. okt. 1989. ) fæddist. Afkomendur hans og tengdamömmu Guðfinnu Björg Þorsteinsdóttur ( f. 27 júl. 1916 - d. 29. maí 1984 ). er nú samankomin i tilefni þess vestur í Helgafellssveit.


Kolbrún með foreldrum sínum hér á árum áður...emoticon 

Allur þessi hópur. þ.e. afkomendur þeirra ásamt mökum telur eitthvað á annað hundrað manns. Þetta fólk er búsett um allt land og hluti einnig í Ameríku. Ekki veit ég hvað margir eru mættir að Skyldi í Helgafellssveitina núna. Sjálfur ætla ég að renna þangað vestur á eftir og taka þátt í gleðinni með þeim það sem eftir lifir af helginni.

Þó tengdapabbi hafi ekki verið fyrirferða mikill í sínu lífi og var aldrei með háreysti um nokkurn hlut á ég ekki von á að afkomendur hans minnist hans nú með neinni kyrrðarstund. Ég reikna frekar með því að það verði meira hlegið og jafnvel sungið og leikið sér.  Það verður mikið talað og talað hátt. Það verður strýtt og skotin munu ganga miskunarlaust manna á milli. Aðallaga munu menn þá hlæga, faðmast og kissast trúi ég. Akkúrat þannig held ég líka að tengdapabba muni hafa líkað þetta best.



07.06.2012 07:42

Verkstæðið

Undanfarinn misseri hafa þeir félagar Sigmar og Kristnn unnið að því að standsetja austurendan á hlöðunni hér fyrir verkstæði. Þar hyggast þeir geta tekið að sér ýmis viðgerðarverkefni. Eitt fyrirferðamesta verkfærið á þessu verkstæði er sprautuklefi sem hann Kristinn á. Hann hefur verið að læra og vinna við bílamálum. Nú er meininginn að bjóða m.a. upp á slíkt hér þegar þetta verður allt komið gagnið hjá þeim.



Í tilefni þess að um síðustu helgi var hér  haldinn hátíðin "Fjör í Flóa" voru þeir með opið hús á sunnudaginn. Þar gátu gestir og gangandi komið og skoðað aðstöðuna. Unnið var nótt og nýtan dag alla vikuna á undan við klára sem mest fyrir þessa opnun.

 

Talsverður fjöldi gesta mætti. Víða í sveitarfélaginu var verið að taka á móti gestum og boðið var upp á ýmsar uppákomur alla helgina. Veðrið var frábært og fólk í hátíðarskapi. Fjöldi fólks um allan Flóahrepp lagði heilmikið á sig til þess að gera þessi helgi jafn skemmtilega og raun varð. 

Takk fyrir það.emoticon 

  

03.06.2012 07:44

Brautskráning

Það var ánægulegt að renna í vestur í Borgarfjörðinn á föstudaginn og vera viððstaddur brautskráningu nemenda við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Það var fríður hópur nemenda sem brautskráðir voru frá öllum deildum skólans. Hún Erla Björg var þar á meðal en nú var hún ljúka þriggja ára námi við skólan og útskrífast með BS gráðu í umhverfisskipulagi.



Á sama tíma voru söguleg skólaslit hér í Flóanum. Flóaskóli var að brautskrá nemendur úr 10. bekk grunnskóla í fyrsta sinn. Það var ekki síður hátíðleg stund og glæsilegur nemendahópur þykist ég vita.

Ég óska öllum þessum nemendum til hamingu með áfangann. Það er alltaf sérstök en upplífgandi stemming við það þegar skólar eru að brautskrá nemendur. Það gefur manni trú á framtíðina.emoticon

28.05.2012 22:08

"Undir háu hamra belti".

Sumarhátíð leikskólans Krakkborg Í Flóahreppi var haldin í síðustu viku. Við það tækifæri söng kór leikskólans "Regnbogakórinn" nokkur lög. Þar var nú ekki verið að ráðst á garðinn þar sem hann er lægstur heldur voru sungin alvöru sönglög.



Hér er kórinn að syngja "Rósina". Þau sungu af innlifun en vandvirkni svo unun var á að hlusta. Mér finnst ástæða til að þakka þessum myndalegu krökkum fyrir frábæra tónleika.emoticon 

Starfsfók leikskólans undir styrkri stjórn Karenar leikskólastjóra er að vinna hér gott starf. Það er ómetanlegt að geta boðið öllum börnum í sveitarfélaginu, sem þess þurfa eða foreldara þeirra óska, leikskólavist í góðum leikskóla. Leikskólinn Krakkaborg nýtur traust hér í samfélaginu og er að mínu vita að skila góðum árangri í starfi.

Það er umhugsunarvert að húsnæði skólans er nú fullnýtt og þarfnast endurbóta ef það á að nýta það áfram undir þessa starfsemi. Ég er þeirra skoðunnar að nauðsynlegt sé gera ráð fyrir að leikskólinn þurfi að geta tekið við fleiri börnum á næstu árum. 

Íbúaþróun í sveitarfélaginu er með þeim hætti að hér hefur íbúum fjölgað frá síðustu aldarmótum eftir að um stöðuga fækkun var að ræða alla síðustu öld. Hlutfall barna á leikskólaaldri hefur alltaf sveiflast talsvert í gegnum tíðina. Í dag er þetta hlutfall í tæpu meðallagi miðað við hvað það hefur verið hér áður. Eins er þetta hlutfall lægra hér en meðaltalið er á landsvísu í dag.

Þetta finnst mér vera vísbending um það að það séu meiri líkur en minni að leikskólabörnum eigi eftir að fjölga hér á næstu árum jafnvel þó heildaríbúum hætti að fjölga. Það eru hingvegar ekkert sem bendir til annars en hér haldi áfram að fjölga íbúum. Það sýna afgreiðslur byggingarfulltrúa á byggingaleyfum fyrir ný íbúðahús á síðasta ári og áform um slíkt sem er verið að fjalla um núna.

Nú er verið að skoða möguleika á að færa leikskólann frá Þingborg að Flóaskóla.  Þar getur verið möguleiki á að koma fyrir leikskóla fyrir talsvert fleiri börn en nú eru leikskólanum án þess að bæta við húsnæði. Þetta kallar samt á framkvæmdir bæði við að breyta húsnæði og eins þarf að gera breytingar á skólalóðinni.

Mér sýnist í þessu geta falist tækifæri á að efla starfið í leikskólanum enn frekar. Í þessu geta einnig falst tækifæri fyrir grunnskóann á staðnum og hugsanlega aukinn þjónusta við íbúa í sambandi við skóavistun eftir skólatíma fyrir yngri nemendur grunnskólans. Tækifærin felast t.d. í því að hægt er að samnýta betur bæði húsnæði, tæki og aðstöðu sem og sérþekkingu starfsfólks fyrir bæði skólastignin.

Það er mikilvægt að vanda vel til verka ef farið er í þesasar breytingar. Við þurfum að vera viss um að aðstaðn verði betri eftir breytingu bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Við þurfum líka að vera viss um að Flóaskóli getir haldi áfram að þróast og það mikla og góða starf sem þar er unnið skerðist ekki á nokkurn hátt. 

25.05.2012 23:40

Sauðburður

Nú er sauðburður hér á bæ langt kominn og hefur bara gengið nokkuð vel. Langflestar eru tvílembdar en það er einmitt óskastaðan. Vandræði er með einn gemling sem ekki vill annað lambið sitt og eitt móðurlaust lamb sitjum við uppi með.



Hún Aldís Tanja í Jaðarkoti hefur verið áhugasöm við að fylgjast með sauðburðinum. Dagana áður en hann byrjaði var hún mætt í fjárhúsið um leið og hún kom heim úr skólanum. Hún hélt þar uppi vökulu eftirliti.  Síðan þegar ærnar fóru að bera lét hún mig vita um leið og hún var vör við að einhver ærin var að byrja.  



Það var svo í gær að hún Öskubuska 10-361 bar en það er kindin hennar Aldísar. Hún kom með tvo svarta hrúta.

 



Það er nú gaman að geta verið stoltur fjáreigandi. emoticon


18.05.2012 07:36

Skemmtilegt ættarmót

Ættarmótið um síðustu helgi tókst ljómadi vel. Það voru rúmlega 70 manns sem gátu mætt og áttum við skemmtilegan dag saman



Byrjað var í Egilsstaðakoti og hún var góð kjötsúpan sem Kota-fjölskyldan bauð upp á.



Lömbin hjá Þorsteini Loga vöktu mikla athygli og gæti ég trúað að í hópnum hafi verið sauðfjárbændur framtíðarinnar.



Þegar hópurinn kom svo hingað í Kolsholt var boðið upp á kaffi á verkstæðinu. Þar var m.a. hægt að skoða ýmis verkfæri og áhöld frá búskapar tíð afa og ömmu.





Mikla athygli vakti einnig líkön sem pabbi smíðaði í vetur af húsaskipan á tveimur jörðum sem afi og amma byggðu upp á sinni æfi. Þessi líkön eru listasmíð en hann naut aðstoðar hjá mömmu við að mála og annan frágang.

Afi og amma byrjuðu sinn búskap í Fagurhlíð í Landbroti 1921 og byggðu þar upp öll hús. Þar var bæjarlæknum veitt undir íbúðarhúsið og hann látinn knýgja rafstöð sem var í kjallaranum. Var þetta eitt af fyrstu húsum á landinu sem hafði rafmagn.

Seinna eftir að þau fluttu suður byggðu þau svo upp nýbýlið Láguhlíð í Mosfellssveit á árunum 1945 til 1948. Þar er ég fæddur og ólst upp til 10 ára aldurs. Hægt er að fræðast betur um lífshlaup afa og ömmu hér:Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar.



Ættarmótinu lauk svo með grillveislu í Þjórsárveri og þar var haldin kvöldvaka.



Þar stigu á stokk ýmsir listamenn ættarinnar og skemmtu okkur hinum. Það er hún Kolbrún Katla í Lyngholti sem hér syngur lagið "það er komið sumar" við góðar viðtökur ættarmótsgesta. 

Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og vil ég þakka öllum sem tóku þátt fyrir frábæran dag.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá ættarmótinu í myndaalbúm.

10.05.2012 07:43

Ættarmót

Þann 15. maí n.k. eru 120 ár liðin frá því að hann afi minn Þórarinn Auðunsson (f.15 maí 1892 - d.24 júní 1957)  fæddist. Honum kynnist ég aldrei þar sem hann lést tæpum tveimur árum áður en ég fæddist. Niðjar hans og ömmu minnar Elínar G. Sveinsdóttur ( f. 7 júlí 1898 - d.29 des 1993) ætla að koma saman hér í Flóanum nú á laugardarinn 12. maí.


Þórarinn Auðunsson og Elín G. Sveinsdóttir 1942 á Skeggjastöðum í Mosfellsveit

Hópurinn ætlar að hittast í Egilsstaðakoti hjá ElluVeigu og fjölskyldu hennar upp úr hádegi. Þar verður m.a. fylgst með sauðburðinum hjá Þorsteini Loga og boðið verður upp á kjötsúpu. Seinnipart dagsins er svo meiningin að allur hópurinn komi hingað í Kolsholt. Ætlum við að kynna frændfólki okkar og þeirra mökum og öðrum fylgifiskum hvað hér er verið að fást við. Um kvöldið verður svo grillað í þjórsárveri og vafalaust eitthvað sér til gamans gert.

Að þessu tilefni set ég hér inn á síðuna nýjan tengil (Safn heimilda um ævi og störf ÞA og EGS)sem vísar á efni um æfi og störf afa míns og ömmu. Þau voru af þeirri kynslóð sam upplifðu frá upphafi þær gríðalega miklu breytingar sem urðu á síðustu öld með örum tækniframförum og þjóðfélagbreytingum.




07.05.2012 07:30

Lágfóta

Honum Þorsteini Loga í Egilsstaðakoti brá illa í brún nú einn morguninn þegar hann varð var við að það var tófa að læðupokast í lambfénu hjá honum nánast heima við fjárhús. Þorsteinn brást skjótt við og hringdi í Sigmar frænda sinn í Jaðarkoti og fékk hann til þess að koma í hvelli og freista þess að vinna á kvikindinu.

Þorsteinn fylgdi rebba svo eftir á hlaupum þegar hann reyndi að forða sér og gat vísað Sigmari nokkurn veginn á hann þegar hann mætti á svæðið með þau tæki sem til þarf. Þar náði Sigmar honum svo í færi og mun þessi refur ekki aftur hrella bóndann í Egilsstaðakoti eða lömbin hans.   

Það eru ekki mörg ár síðan refur fór að vera á þessu svæði. Þegar ég flutti í Flóann fyrir bráðum hálfri öld síðan, og á meðan ég var að alst hér upp, þekktist ekki að hér væru refir. Þegar fyrst sást til rebba hér, að mig mynnir um 1980, þótti það ekki minna fréttnæmt en ef sést hefði til geimveru á svæðinu.
 
Upp úr þessu var vitað um nokkur greni efst gamla Hraungerðishreppum sem fylgst var regulega með og þau unnin ef dýr komu í þau. Það er svo ekki fyrr en um aldarmótin síðustu að menn gera sér grein fyrir að lágfóta er kominn um allan Flóann allt niður í fjöru. Nú kippir enginn sér upp við það þó haupadýr sjáist hvenær ársins sem er, hingað og þangað um Flóann.

Það þarf ekki að efa að tilkoma refsins á svæðinu hefur haft áhrif á allt annð lífríki. Það þarf t.d. ekki glögga menn til þess að taka eftir því hvað fuglalíf er mikið minna en áður var. Einnig fréttist af dýrbitnum lömbum orðið á hverju sumri.

Nú er búið að skrá hátt í þrjátíu tófugreni í Flóahreppi og á hverjun ári bætast fleiri við. Þrátt fyrir minkandi skilning ríkisvaldsins (eða alls engann skilning) á nauðsyn þess að stemma stigu við fjölgun og útbreyðslu refsins hefur sveitarfélagið látið leita grenja á hverju ári undanfarið. Það er ástæða til þess að halda því áfram að mínu mati. emoticon
Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 281
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 133833
Samtals gestir: 24457
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 11:35:32
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar