Í Flóanum

07.06.2012 07:42

Verkstæðið

Undanfarinn misseri hafa þeir félagar Sigmar og Kristnn unnið að því að standsetja austurendan á hlöðunni hér fyrir verkstæði. Þar hyggast þeir geta tekið að sér ýmis viðgerðarverkefni. Eitt fyrirferðamesta verkfærið á þessu verkstæði er sprautuklefi sem hann Kristinn á. Hann hefur verið að læra og vinna við bílamálum. Nú er meininginn að bjóða m.a. upp á slíkt hér þegar þetta verður allt komið gagnið hjá þeim.



Í tilefni þess að um síðustu helgi var hér  haldinn hátíðin "Fjör í Flóa" voru þeir með opið hús á sunnudaginn. Þar gátu gestir og gangandi komið og skoðað aðstöðuna. Unnið var nótt og nýtan dag alla vikuna á undan við klára sem mest fyrir þessa opnun.

 

Talsverður fjöldi gesta mætti. Víða í sveitarfélaginu var verið að taka á móti gestum og boðið var upp á ýmsar uppákomur alla helgina. Veðrið var frábært og fólk í hátíðarskapi. Fjöldi fólks um allan Flóahrepp lagði heilmikið á sig til þess að gera þessi helgi jafn skemmtilega og raun varð. 

Takk fyrir það.emoticon 

  
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 134660
Samtals gestir: 24589
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 10:04:07
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar