Í Flóanum

23.06.2012 07:26

Ljósleiðari og Jónsmessunætur-föguður.

Í gær hittust á óformlegum spjallfundi forsvarsmenn nokkura sveitarfélaga sem hafa verið að spekulera í ljósleiðaravæðingu. Þetta voru dreifbýlissveitarfélög hér af suðvesturlandi sem eru að velta fyrir sér með hvaða hætti íbúar þess geti setið við sama borð og fólk í þétttbýlinu hér allt í kring varðandi net og sjónvarpstengingar.

Sum þessa sveitarfélaga hafa nú þegar ákveðið að leggja ljósleiðara í hvert hús í sveitarfélaginu. Þau sem lengst eru komin í þessum málum eru Skeiða- og Gnúpverjahreppur sem er þegar búin að bjóða út framkvæmdir  og svo Hvalfjarðarsveit sem hefur tekið ákvörðum að leggja í slíkar framkvæmdir,

Ljósleiðaranetið í þessum sveitarfélögum verður í eigu sveitarfélagsins og rekið af þeim. Síma-, intarnet-  og sjónvarpsfyrirtækum veður boðið að selja sína þjónustu á þessum netum. Þessi sveitarfélög miða við að þeirra íbúar greiða ekki hærri gjöld en gengur og gerist í þéttbýlinu hér í kring. Ljóst er að verkefnið er fjármagnað með skattfé og það geti tekið áratugi að það borgi sig til baka.

Það er niðurstaða þessara sveitarfélaga að þetta sé eina leiðin til þess að tryggja íbúum sínum fullnægandi þjónustu. Eftir viðræður og samtöl við dreyfifyrirtæki, sem eru fjölmörg starfandi á svæðinu með hinar ýmsu tæknilausnir, sjá menn ekki að þau leysi þetta með fullnægandi hætti í dreyfbýli til langs tíma .

Það er mín skoðun og margra annarra sem hafa velt þessu fyrir sér að það voru regin mistök að selja grunnnet símans á sínum tíma. Það hefði verið mun skynsamlegra í okkar strjálbýla landi að byggja á einu öflugu samskipaneti um landíð. Í stað þess eins og nú er að mörg fyrirtæki eru að leggja í kostnað við einhverskonar samskipatkerfi. Þessi kerfi eru misjöfn tæknilega og bjóða upp á misgóða þjónustu. Þau eru meira og minna vannýt og/eða vanmáttug til að standa sig í samanburði við það sem best gerist.


Sumarnótt í Flóanum

Annars er nú sá árstími að það er kannski engin ástæða til að vera vetla þessu fyrir sér. Hver hefur áhuga eða þörf á sjónvarpi, síma eða interneti nú þegar bjart er allan sólarhringinn og boðið er upp á veðurblíða alla daga.

Í kvöld ætlar hann Stefán Ágúst frændi minn að fagna þeim áfanga að hann er að útskrifast sem læknakandidat í dag. Hann ætlar að gera það með þeim hætti að boða til Jónsmessunæturs-fagnaðar hér í skógræktinni. Stefán þekkir hér vel til enda verið hér oft og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og störfum allt frá því að hann fæddist. 

Mér finnst varið í það hann skuli velja það að fagna þessum tímamótum hér. Enda í sjálfusér hvergi betra að vera en úti í guðsgrænni náttúrinni í bjartri sumarnóttinni í Flóanum. Sjálfur ætla ég að rölta til hans í fagnaðinn og óska honum til haningju með áfangann.

  
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 134429
Samtals gestir: 24555
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 02:08:23
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar