Í Flóanum

08.07.2012 07:47

Magn og gæði

Það er alltaf blíða þessa dagana. Nú er þetta að verða árviss viðburður hvert sumarið af öðru að það er boðið upp á verðurblíðu vikum saman. Það er reyndar alltaf not fyrir gott veður þannig að ekki ætla ég að kvarta undan því.

Lífið er nú samt flóknara en það að eitthvað eitt veður sé best og önnur veður verri. Veðrið spilar nefnilega stórt hlutverk í stóra samhenginu. Við sem höfum beina afkomu af jarðargróðanum áttum okkur vel á því. Afkoma í rekstrinum ræðst að stórum hluta hvernig til þess að afla heyja. Þá skiptir máli bæði magn og gæði heyfengsins.

Það hefur undanfarin sumur ekki verið mjög flókið að ná heyjum með nútíma tækni og nútíma tíðafari. Nú í sumar voru síðdegisskúrir þá daga sem mest lá undir hér á bæ reyndar svolítið að valda þjóni. Þetta voru ekki neinar smáskúrir heldur úrfelli með þrumum og eldingum.



Við elstu feðgarnir á bænum höfum þann starfa nú þessa dagana að keyra heim rúllunum af fyrsta slætti. Verkið er heldur viðameira en síðustu ár þar sem grasspretta er með allra besta móti. Þar kemur til að hér hefur ekki verið allveg eins þurrt og í fyrra og það hlínaði fyrr í vor. emoticon

Kornuppskera er líka mun vænlegri nú en oft áður. Allt korn er nú skriðið hér á bæ en það er þremur vikum fyrr en í fyrra.

Þó heyin séu mikil í ár þá geri ég ráð fyrir að um eitthvað lakari gæði geti verið að ræða. Þegar sprettur mikið og hratt er grasið fljótt að spretta úr sér og svo voru áður nefndar skúrir ekki til þess fallnar að auka gæðin. emoticon

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144084
Samtals gestir: 25678
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 08:13:58
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar