Í Flóanum

07.08.2012 07:05

Verslunnarmannahelgin

Nú er þessari mestu ferða- og skemmtanahelgi lokið og gekk hún að mestu stórslysalaust. Mikill mannfjöldi var samankomin hér um slóðir. Ég varð að vísu ekki mikið var við það og mannlífið hér í miðjum Flóanum tók lítið mið af því.

Unglingalandsmót UMFÍ er nú orðin stæðsta útihátíðin um þessa helgi. Mótið var að þessu sinni haldið á Selfossi og tókst að mér skilst ljómandi vel. Þetta mót er með allt öðru sniði en aðrar útihátíðir. Á Unglingalandsmóti er það leikgleði og þátttaka mótgesta sjálfra sem skiptir megin máli.  

Nú eru tuttugu ár frá því að fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992. Næsta mót var svo haldið þremur árum seinna á Blönduósi og svo aftur þremur árum seinna í Reykjavík. Tveimur árum eftir það var mótið haldið á Tálknafirði og í Vesturbyggð. Það var þá sem ákveðið var að halda mótið um verslunnarmannhelgina. Tveimur árum seinna eða 2002 var það svo endur tekið í Stykkishólmi og síðan hafa mótin verið haldin árlega um þessa helgi.

Það er virkilega ánæjulegt að sjá hvernig þessi Unglingalandsmót hafa vaxið og dafnað frá því að ungmennfélögin fóru fyrst að efna til þeirra. Það var á sínum tíma nokkuð djarft að færa mótið yfir á verslunnarmannahelgina og í framhaldi af því að halda mótið árlega. Með því var farið í beina samkeppni við þær fjölmörgu útihátíðir sem haldna um allt land þessa helgi. 

Ég hafði á sínum tíma efasemdir um að þetta væri skynsamlegt. Ég og ýmsir fleiri inna ungmennafélagshreyfingunnar höfðu áhyggur af því að erfitt gæti verið að fá fólk til þess að koma á svona mót um þessa miklu skemmtanahelgi. Ég óttaðst líka að sú samkeppni myndi leiða til þess að meiri áhersla yrði á aðkeypta skemmtikrafta og íþróttakeppnin sjálf yrði aukaatriði.

Þessi ákvörðun hefur nú fyrir lögnu sannað sig og reynslan hefur sýnt að var mikið framfaraskref fyrir Unglingalandsmótin og Ungmennafélaghreyfinguna. Ég fagna því að sjálfsögðu og hef mikla ánægu af því að fylgjast með hvað þetta eru mikið skemmtileg mót. Ekki síst akkúrat um þessa helgi.

Ég er haldinn þeirri sérvisku að hafa litla löngun til þess að sækja útihátíðir. Ég hef aldrei kunnað vel við mig í fjölmenni. Góða veðrið um helgina nýttum við Kolbrún til þess að mála þakkantinn á íbúðarhúsinu. Það verkefni var eftir frá því að húsið var gert upp að utan í fyrra haust. (sjá Húsabætur () og "Fyrir og eftir" myndir () )

Samt sem áður var nú aðeins farið í bíltúr. Þá voru valdar leiðir sem ekki eru fjölfarnar. Í gær t.d. fórum við með Erlu og Kristni inn að Skjaldbreið. Fórum línuveginn frá Uxahryggjaleið inn á Haukadalsheiði og þaðan niður í Haukadal. Þessa leið hef ég ekki farið áður. Fyrir Flóamannin virkar langslagið fyrst og fremst gróðurlaust. Eða eins og Kolbrún orðaði það þá var þarna að sjá mikið af engu. emoticon

Það er samt alltaf áhugavert að fara um landið og sérstaklega þar sem maður hefur ekki komið áður. Það var t.d. gaman að sjá fjöllin hinum megin frá sem skarta sínu fegursta í fjallahringnum í norðurátt héðan úr Flóanum.




Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 134242
Samtals gestir: 24511
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 03:37:22
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar