Í Flóanum

16.04.2015 22:17

Draugagangur

Í þjóðsögunum má finna fjölda sagna um drauga og draugagang. Reimleikar ýmiskonar eða sagnir um slíka hluti, virðist löngum hafa riðið hér húsum og í öllum landshlutum.

Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er m.a. frásagnir um atburði sem áttu sér stað á árunum 1861-1862 í Kverkártungu á Langanesströnd í N-Múlasýslu. Það hafði verið tvíbýli í Kverkártungu en á þorra 1861 flosnaði annar bóndinn upp og er tekinn þaðan með öllu sínu. Á hinum bænum býr Páll Pálsson. Hann hafði nokkru áður látið konu sína og börn á annan bæ vegna bágra kringumstæða og var nú orðinn einn í Kverkártungu.

Á þorraþrælinn þegar Páll er í gegningum heyrir hann högg úti en þegar að var gætt fann hann enga skýringu á. Sama kvöld heyrir hann barið ofan í baðstofuna og upp frá því það sem eftir var vetrar heyrast barsmíðar og brestir af og til, nótt sem dag.

Af þessu fór svo að Páll varð svo hræddur að hann þorði varla eða ekki að sofa. Fékk hann þá sér mann af öðrum bæjum til að geta sofið eitthvað. Maður þessi var tvær eða þrjár nætur í senn hjá Páli og nokkuð hugarhress þó ýmislegt gengi á

Þegar líða fór fram á fór kona Páls smásaman að vera hjá honum. Voru nú brestirnir oftast nálægt henni og var Páll smeykur um að hún myndi verða of hrædd. Þorði hann aldrei að láta hana vera eina. 

Það fór svo þannig haustið eftir að kona Páls fer frá honum að Gunnarsstöðum í sömu sveit þar sem foreldar hennar voru. Páll hafðist áfrarm við í Kverkártungu. Nú þótti sem vofa þessi væri framar eða oftar hjá henni en honum. Í kringum hana heyrðust oft brestir en högg sjaldnar. 

Eitthvað greindi mönnum á hver orsök þess alls væri en Páll var þess fullviss að þetta væri sending honum ætluð.

Í því sambandi er þess getið að sama dag og Páll verður fyrst var við þetta fær hann bréf austan úr sveitum er sagði lát föður hans. Nóttina áður dreymdi pilt, sem var greindur og að öllu leyti vandaður, að til sín kæmi strákur sem sagðist ætla að finna Pál.

Faðir Páls sem hét Páll Eiríksson bjó eina tíð í Eyjafirði. Hann átti auk Páls annan son til, nokkum árum eldri. Þeir bræður voru til skiptist hjá Sigurði nokkrum við fjárgæslu um sumartíman, sína vikuna hvor. Einn sunnudag var bróðir Páls við fjárgæslu en átti von á að Páll kæmi og skipti við sig um kvöldið.

En Páll mætti ekki og mátti hann  áfram sitja yfir ánum um nóttina. Hann var pirraður yfir hlutskipti sínu og hleypti ánum í nes eitt sem verja átti fyrir skepnum sem engi. Þegar Sigurður fréttir þetta fer hann við annan mann og segir sagan að hann hafi í bræði drepið piltinn. Allavega komu þeir báðir aftur en bróðir Páls hefur ekki sést síðan. Var hans þó leitað rækilega.

Sennilega hefur Páli þótt hann bera ábyrð á örlögum bróður síns. E.t.v. hefur honum einnig fundist faðir sinn kenna sér um hvernig fór. 

Samkvæmt íslendingabók var Páll Pálsson sem bjó í Kverkártungu 1859-1863 langalangafi  minn






Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 131539
Samtals gestir: 24113
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 01:41:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar