Í Flóanum

16.03.2010 22:33

Rammaáætlun um orkunýtingu

Nú þessa dagana er verið að halda kynningarfundi á vegum Verkefnisstjórnar  2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og  jarðhitasvæði. Á þessum fundum eru kynntar niðurstöður faghópa verkefnisstjórnar sem metið hafa svæði og virkjunarkosti, hver á sínu sérsviði. Skýrslu verkefnisstjórnar um virkjunuarkosti til mats og niðurstöður faghópa, auk ítarefnis, má nálgast á vefsíðu rammaáætlunar, www.rammaáætlun.is,

Ég hef verið að lesa þessar skýrslur og kynna mér efni þeirra. Það hefur verið hlutverk okkar sem í sveitastjórn Flóahrepps hafa starfað á þessu kjörtímabili að reyna að leggja  mat  á það hvaða áhrif fyrihuguð Urriðafossvirkjun geti haft í sambandi við aðalskipulagsgerð okkar í fyrrum Villingaholtrhreppi. Búið er að leggja fram mikið efni varðandi þessa vinnu og rætt hefur verið við fjölda fólks og hlustað á margs konar rök ýmist sem mæla með virkjun eða á móti. Því miður hefur umræðan ekki alltaf verið mjög gáfuleg og oft á tíðum snúist um allt annað en áhrif virkjunarinnar. Nú á síðustu mánuðum virðist baráttan aðalega snúast um það hvort réttlætanlegt sé að eitthvað af hugsanlegum ávinningi af virkjuninni, ef af verður, megi nýtast samfélaginu hér í sveit eða ekki. emoticon 

Mér sýnist í aðalatriðum að í rammaáætluninni sé verið að nálgast þetta viðfangsefni á nokkuð skynsaman máta og það sé verið að fjalla um þau atriði sem skipt geta máli, sérstaklega við það að bera saman virkjanakosti. Ég vil hvetja alla sem vilja og ætla sér að taka þátt í umræðunni um virkjanir til þess að kynna sér þessar skýrslur vel.

Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144077
Samtals gestir: 25674
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:43:55
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar