Í Flóanum

30.03.2010 07:45

Málefni Fatlaðra

Um næstu áramót mun stór málaflokkur flytjast frá ríkinu til sveitarfélaganna en það eru málefni fatlaðra. Um er að ræða gríðalegan stóran og mikilvæga málaflokk. Verkefnið er mjög krefjandi fyrir sveitarfélögin en í því felst einnig tækifæri til þess að efla félagsþjónustuna með samþættingu þessarra mála. Til þess að hægt sé að ná þeim markmiðum að efla þjónustu við fatlaðra og ná hámarks nýtingu á því fjármagni sem í málaflokkin fer er nauðsynlegt fyrir sveitarfélög að vinna saman að þessu verkefni. Lög um málefni faltlaðra og þennan verkefnaflutning gera einnig ráð fyrir því að sveitarfélögin myndi þjónustusvæði sem tekur yfir svæði með ekki færri íbúatölu en 8000 manns.

Það hefur verið sameiginlegt álit sveitarfélaganna 5 sem standa að félagsþjónustunni fyrir uppsveitir og Flóahrepp að farsælast og trygging fyrir öflugastri þjónustu við fatlaða á Suðurlandi sé að takist að mynda víðtækt samstarf á Suðurlandi um verkefnið. Á vegum SASS hefur verið unnið töluvert í því núna frá áramótum að reyna að finna með hvaða hætti slíkt samstarf gæti verið þannig að það huggnist sem flestum sveitarfélögum og að þau sjái sér hag í því að  vera með í slíku samstarfi. 

Ljóst er að  nokkur áherslumunur er milli sveitarfélaganna í þessum málum og áhugi á svo víðu samstarfi mismikill. Vinnuhópur allra sveitarfélaganna í SASS um þetta verkefni er starfandi og hefur hann komið nokkrum sinnum saman á síðustu vikum. Nauðsynlegt er að línur fari að skýrast í þessum málum sem fyrst því tíminn er ekki langur þar til verkefnið færist til sveitarfélaganna.  
Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144077
Samtals gestir: 25674
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 07:43:55
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar