Í Flóanum

11.04.2010 07:39

Auðhumla

Á föstudagsmorgun flaug ég til Akureyrar til þess að sitja aðalfund Auðhumlu sem annar af tveimur fulltrúum mjólkurframleiðenda í Gaulverjabæjar- Villingaholts- og Stokkseyradeild félagsins. Við erum 22 framleiðendurnir í deildinni og eins og annarsstaðar á landinu hefur okkur fækkað talsvert í gengum tíðina. Þegar ég var að byrja minn búskap fyrir rúmum 30 árum voru framleiðendur í gamla Villingaholtshreppnum yfir 30 talsins en eru í dag orðnir 8. Í þá daga var Mjólkurbú Flóamanna sjálstætt fyrirtæki og starfaði á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Lómagnúp í austri. Reyndar var MBF einnig hluti Mjólkursamsölunnar í  Reykjavík og var bundin af sameiginlegum ákvörðunum sem þar voru teknar í sinni starfsemi. 

Í dag hafa mjólkurframleiðendur á öllu landinu nema í Skagafirði sameinast í einu félagi Auðhumlu sem er samvinnufélag mjólkurframleiðenda. Fjöldi innleggjenda í félaginu öllu var á síðasta ári 641 og hafði fækkað um 22 frá árinu áður Á starfsvæði MBF á þeim tíma sem ég var að byrja minn búskap voru framleiðendur að mig minnir rúmlega 700 talsins. Auðhumla svf. og KS í Skagafirði eiga saman hlutafélagið MS sem annast rekstur 6 starfsstöðva  í mjólkuriðnaði þ.e. í Rvík, Búðardal, Ísafirði,  Akureyri, Egilsstöðum og á Selfossi  

Það er mín skoðun að það sé mikilvægt fyrir mjólkurframleiðsluna í landinu að bændum beri gæfa til þess að standa saman að framleiðslu og sölu á mjólkurvörum. Á undanförnum árum hafa orðið gífurlegar breytingar á úrvinnslu- og söluþættinum með sameiningu afurðastöðva. Það er alltaf spurning hverju má  kosta til við skipulagsbreytingar og hvernig sá kostnaður skilar sér til baka. Það er alveg ljóst að sterk fjárhagsstaða MBF á sínum tíma og Mjólkursamsölunnar, sem var til komin vegna þess að þessi fyrirtæki voru samvinnufélög framleiðenda, hefur skipt sköpum varðandi það að ná vinnslunni í hreint framleiðendafélag eins og Auðhumla svf er.  Þar var til fjármagn sem notað var til þess að kaupa upp og út úr þessu kerfi mjólkurbú sem voru í eigu kaupfélaga vítt og breytt um landið með opinni félagsaðild og starfsemi í ýmsum öðrum rekstri.

Það er áleitin spurning hvort þessum peningum hefur verið skynsamlega ráðstafað. Það er alls ekki víst að við sunnlenskir mjólkurframleiðendur hefðum átt að fara þennan veg og leggja þetta  undir. Ég held samt að nokkuð af því sem að var stefnt með þessu hafi náðst fram. Megnið af mjólkurvinnslunni og sölunni er nú á hendi framleiðenda sjálfra og það á að geta gefið okkur betra tækifæri á að standa þannig að hlutunum að hægt sé að stunda þennan búskap áfram. Spurningin er kannski sú hvort okkur ber gæfa til þess að gera það eða ekki....? 

Annað hefur líka áunnist með fækkun mjólkurbúa og uppstokkun á skipulagi framleiðsunnar er að það hefur tekist að ná niður kostnaði. Það hefur skilað sér bæði í lægra verði til neytenda og í hærra afurðaverði til bænda. Hlutfall vinnslu og dreifingarkostnaðar í verði mjólkurvara hefur lækkað eða eins og það var orðað hér á árum áður þá eru milliliðirnir að taka minna til sín. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að stilla rekstrinum þannig upp að hann standi undir sé nú síðustu ár. Það er verulegt áhyggju efni og getur hæglega gert út um þennan rekstur á nokkrum árum ef ekki tekst að snúa því við.
Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 134697
Samtals gestir: 24611
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:17:06
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar