Í Flóanum

13.04.2010 07:44

Nettengingar

Það hefur ýmislegt gengið brösulega hér í þessu þjóðfélagi á undanförnum árum. Það sjónarmið var hér allsráðandi að hin svo kölluðu markaðslögmál myndu leysa hér öll vandamál. Farið var offari í því að einkavæða hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki sem áður voru í eigu samfélagsins í þeim tilgangi að koma hér á samkeppni sem allir áttu að græða á. Því var að minstakosti haldið fram á þessum tímum og almennigur beið spenntur eftir  öllum þessum ágóða. emoticon 

Í dag er nú komið í ljós að ekki voru allar þessar aðgerðir til fjár fyrir hinn almenna borgara og í sumum tilfellum sitjum við uppi með mjög bregað umhverfi sem allir tapa á. Í gærmorgun hittum við Margrét sveitastjóri, Kristján Möller samgöngu- og sveitastjórnarráðherra m.a. til þess að ræða möguleika á að koma á betri tölvutengingum hér í sveit. Kristján var kominn hér austur fyrir fjall til þess að hitta forsvarsmenn fangelsins á Litla Hrauni en þeim er umhugað að fá betri nettengingar vegna fangelsisins sem verið er að koma á legg í Bitru hér í sveit. Það hefur nefnilega komið í ljós að vegna þess að Bitra er hvorki staðsett í fjölmennu þéttbýli eða lengst inn í afdal þá er ekki hægt að bjóða upp á öflugar nettengingar nema fyrir margfaldann þann kostnað sem aðrir aðilar með svipaða þjónustu þurfa að borga. Þetta er einmitt það hlutskipti sem íbúar í Flóahreppi hafa þurft að búa við.

Vegna samkeppnissjónarmiða telur Síminn sig ekki geta boðið upp á öflugri tölvutengingar eins og ADSL hér í sveit nema þjónustan standi undir sé innan svæðisins. Mér skilst að sem markaðsráðandi fyrirtæki telji þeir sig ekki meiga deila þessum kostnaði á önnur viðskipi sín á öðrum þéttbýlli og arðsamari svæðum vegna þess að þá væru þeir að misnota stöðu sín gagnvart minni fyrirtækjum sem hér bjóða þjónustu. Værum við stödd í einangruðum afdal inni á afrétti þá er til reiðu fjármagn í opinberum sjóði til þess að greiða þennan kostnað vegna þess að þar eru engin önnur fyrirtæki að reyna fyrir sér með viðskipti.

Mér  finnst þessi staða ekki ásættanleg fyrir íbúa Flóahrepps. Það þarf að komast út úr þessu á einhvern hátt þannig að íbúar landsins sitji við sama borð allstaðar. Mér finnst þetta galin hugmyndafræði að íslendingar séu að leggja í kostnað við að reka fjölda dreifikerfa og nettenginga með misjöfnum árangri og verja það með þessum hætti.

Þetta er svo sem ekki eitthvað sem var að koma í ljós í gærmorgun. Sveitastjórn Flóahrepps hefur reynt að beita sér í þessu málum. Þetta hefur verið tekið upp í samtölum við síma- og fjarskiptafyrirtæki. Einnig höfum við bent á þetta við ráðherran áður og við þingmenn kjördæmisins. Nú þegar fangelsisyfirvöld hafa átta sig á þessu óréttlæti og gengið í lið með okkur í þessari baráttu er spurning hverju það breytir.

Flettingar í dag: 425
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 134850
Samtals gestir: 24623
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:37:58
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar