Í Flóanum

19.04.2010 07:38

Eyjafjallajökull



Hér í Flóanum hefur fjallahringurinn allt frá Selvogsheiðinni í vestri um Kálfstinda í há norður og fram í Seljalandsmúlann í suðaustri með Vestmannaeyjar lengra til suðurs verið að mestu leiti til friðs. Öll þessi fjöll hafa aðallega verið til prýði og skapað stórkostlega umgjörð um hið mikla víðsýni sem víða er í Flóanum.  

Eyjafjallajökull gnæfir við himin og hann er eitt mest áberandi kennileiti í fjallahringnum til austurs. Hann hefur löngum þótt tilkomu mikill héðan frá séð og ekki verið á nokkurn hátt til ama frá því ég kom hér í sveit.  Nú ber svo við að eldgos er hafið i jöklinum með hrikalegum afleiðingum í næstu sveitum. Töluverð ógn stafar víða af þessu gosi og ekki séð fyrir endan á þvi hvaða afleiðingar það getur haft þegar upp er staðið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldgos verður í þessum fjallahring frá því að ég kom hér í sveit. Nokkrum sinnum hefur gosið í Heklu, einu sinni í Vestmannaeyjum og nú fyrir nokkrum vikum á Fimmvörðuhálsi.  Oftast hafa þessi gos verið til þess að gera meinlaus og valdið litlu tjóni. Það á ekki við um eldgosið í Vestmannaeyjum sem lagði heilt byggðalag í rúst um stund og hafði mikil áhrif á líf fjölda fólks. 
 

Eldgosið nú í Eyjafjallajökli er þegar búið að valda miklum skaða. Ég ef hitt nokkra sem voru fyrir austan um helgina m.a. björgunarsveitarmenn og heyrt lýsingar þeirra á aðstæðum og afleiðingum öskufallsins undir Eyjafjöllum. Það er ömurlegt að sjá öskugráar myndir af þessari fallegu sveit sem helst hefur skartað grænum gróðri upp allar hlíðar og glæsilegum túnum og ökrum. Ég get vel ímyndað mér þvílík martröð það er fyrir fólkið sem þarna býr og er að sinna sínum skepnum við þessar aðstæður og vita ekkert hvað ástandið varir lengi.

Um leið og við hugsum til þeirra sem nú þegar hafa orðið fyrir tjóni  er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við vitum ekki enn hvað öskufallið úr þessu gosi verður mikið og hvert það á eftir að dreifa sér. Það er nauðsynlegt að við hér í Flóanum gerum okkur grein fyrir því að þó að við höfum sloppið enn sem komið er við öskufall úr eldgosum á síðustu áratugum er það ekki gefið að svo verði alltaf.



 

 

Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 134848
Samtals gestir: 24621
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:10:17
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar