Í Flóanum

22.04.2010 07:46

Gleðilegt sumar

Í dag er Sumardagurinn fyrsti og óska ég ykkur öllum gleðilegs sumars.

Sumarkoman er alltaf fagnaðar efni og vel við hæfi að gera sér dagamun á þessum degi. Hér í gamla Villingaholtshreppnum er hefð fyrir því að íbúar hittast á Þjórsárbökkum og skokka saman í víðavagnshlaupi Ungmennafélagsins Vöku. Þarna koma allar kynslóðir saman og getur aldursmunur þátttakenda í sumum tilfellum verið allt að 80 ár. Þegar hlaupinu er lokið fagna menn sumri saman í Þjórsárveri.



Feðginin í Lyngholti, þau Kolbrún Katla og Jón, skelltu sér í útreiðatúr í gærkvöldi. Eldur gamli hefur nú verið járnaður og hef ég grun um að hún Kolbrún Katla ætli sér nú að fara að stunda útreiðar með okkur. Ég á von að við munum finna okkur stundir til þess að fara á hestbak saman á þessu sumri. Það verður bara gaman.
Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 134697
Samtals gestir: 24611
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 13:17:06
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar