Í Flóanum

30.05.2010 07:49

Kosningaúrslit

Nú liggja úrslit kosninganna fyrir og get ég ekki annað en verið mjög sáttur. R litinn fékk 254 atkvæði eða 72% en T listinn 97 atkvæði eða 28%. Kosningaþátttaka var nokkuð góð eða um 85,5%. Auðir seðlar voru 14 og 1 ógildur.

Kosningabaráttan gekk vel fyrir sig. Nokkuð fannst mér sótt að okkur og höfðum við gott af því. Það gaf okkur líka tækifæri til þess að skýra okkar málstað betur en umræða meðal kjósenda var talsverð. Hitti ég æði marga og fékk mörg símtöl þar sem ég var spurður beint út í hin ýmsu mál og beðin um skýringar á fullyrðingum sem haldið var fram af mótframbjóðendum. Með frambjóðendur mínir á listanum unnu allir mjög vel og tóku virkan þátt í umræðunni. Lögðum við áherslu á að hitta sem flesta og ræða beint við fólkið.

Með þessum kosningum verða miklar mannabreytingar í sveitastjórninni en ég er sá eini sem er í sveitastjórn núna og held áfram á næsta kjörtímabili. sem nú er að hefjast.  Ég óska nýkjörnum sveitastjórnarmönnum til hamingju með kjörið og hlakka til þess að vinna með þeim. Fráfarandi sveitastjórnarmönnum þakka ég mikið og gott samstarf á síðast liðum fjórum árum. Þetta samstarf hefur verið bæði árangursríkt og farsælt.

  
Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 133977
Samtals gestir: 24477
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 11:19:16
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar