Í Flóanum

15.06.2010 07:42

1. fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar

Ný kjörin sveitarstjórn Flóahrepps kom saman til fundar í gærkvöldi í fyrsta skipti. Aðalverkefni fundarins var að kjósa í embætti, nefndir og fulltrúa Flóahrepps hjá hinum ýmsu stofnunum og samstarfsverkefnum.

Ég var kjörinn oddviti með öllum 5 atkvæðum sveitarstjórnarmanna og þakka ég það mikla traust sem mér er sýnt með því. Árni Eiríksson á Skúfslæk var kjörinn varaoddviti. Formaður fræðslunefndar var kjörinn Elín Höskuldsdóttir á Galtastöðum og formaður atvinnu- og umhverfisnefndar var kjörinn Heimir Rafn Bjarkason í Brandshúsum

Atvinnu- og umhverfisnefnd er ný nefnd hjá sveitarfélaginu. Hún verður til með sameiningu á Umhverfisnefnd og Atvinnu- og ferðamálanefnd, auk þess sem henni er ætlað að taka að sér samgöngumál sem á síðasta kjörtímabili heyrði beint undir sveitarstjórn.

Á fundinum í gær var einnig samþykkt að ráða Margréti Sigurðardóttir áfram sem sveitarstjóra næstu fjögur árin. Það er mikill fengur fyrir sveitarfélagið að njóta hennar starfa áfram. Það er einnig mikill sparnaður á tíma og peningum að þurfa ekki að fara í það verkefni að finna nýjan sveitarstjóra og koma honum inn í starfið eins og mörg sveitarfélög standa í núna um þessar mundir.

Ég er mjög ánægur með þann áhuga sem mér finnst fólk almennt hafa á því að vinna fyrir sveitarfélagið. Ég hef undanfarna dag rætt við fjölda fólks um að taka að sér að starfa í nefndum fyrir sveitarfélagið og fengið góðar viðtökur. 


Flettingar í dag: 1332
Gestir í dag: 236
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 133167
Samtals gestir: 24410
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 15:33:21
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar