Í Flóanum

26.06.2010 07:44

Fundir

Í gærmorgun var fyrsti fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps á þessu kjörtímabili haldinn á Laugarvatni. Töluverðar breytingar hafa orðið á nefndinni eftir kosningarnar. Frá því að ég tók sæti í nefndinni fyrst 2007 eru allir hinir sem þá voru í nefndinni hættir og nýir fulltrúar tekið við.

Þrátt fyrir kreppu hefur málafjöldi hjá nefndinni ekkert dregist saman en alls voru tekin fyrir 45 mál á fundinum í gær. Þar af voru þrjár fundagerðir afgreiðslufunda hjá embætti Byggingafulltrúa en á þeim fundum eru afgreiddar þær byggingaleyfisumsóknir sem uppfylla alla skipulagsskilmála sem í gildi eru sem og allar aðrar kröfur sem gerðar er til byggingaleyfisumsókna.

Ég fór beint af skipulagsnefndarfundinum á stjórnarfund hjá SASS á Selfossi. Þar voru ýmis áhugaverð mál til umfjöllunnar. m.a. kynntu fulltrúar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni vinnu sem er í gangi sem varðar stefnumörkun ráðuneytisins í almenningssamgöngum. Gífurlegum fjármunum af opinberu fé er varið í almennignssamgöngur af ýmsum toga. Má þar t.d. nefna sérleyfisakstur, ríkisstyrkt flug og  ferjusiglingar, strætisvagna, skólaakstur bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, ferðaþjónustu faltlaðra, og akstur með aldraða.  

Mjög misjafn er hvernig þessi þjónusta er að nýtast og það er full ástæða til þess að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þessa fjármuni betur. Það er einmitt markmið  með þessari vinnu hjá ráðuneytinu. Dæmi er um þjónustu sem er niðurgreidd af opinberu fé en samt er fargjald sem farþegi þarf að greiða hærra en sem nemur beinum kostnaði við að fara sömu leið á einkabíl.

Á stjórnarfundinum var einnig kynnt minnisblað vegna skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsaþjónustu á Suðvesturhorni landsins frá því í des s.l. Í þeirri skýrslu er verið að leggja til stórfeldan flutning á verkefnum frá sjúkrahúsunum á Selfossi, Suðurnesjum, Hafnafirði og Akranesi til LHS í Reykjavík. Í þessu minnisblaði sem kynnt var á fundinum í gær er sýnt fram á að alls ekki er ljóst hver ávinningur er af þessum flutningi og hann gæti allt eins aukið kostnað.

Stjórn SASS samþykkti að taka þátt í að senda heilbrigðisráðherra ásamt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Hafnafjarðarbæ erindi vegna málsins.

 

Flettingar í dag: 1191
Gestir í dag: 225
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 133026
Samtals gestir: 24399
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 14:07:53
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar