Í Flóanum

21.08.2010 07:24

Grillveisla

Fjölmenni var hér á sunnudaginn var. Þá hittumst við systkinin fjögur úr austurbænum í Kolsholti  ásamt foreldum okkar, mökum, börnum, tengdabörnum og barnabörum og grilluðum saman.  Þessi hópur telur orðið hátt í fjörutíu manns


Hallfríður hafði frumkvæði að því að kalla þenna hóp saman. Þetta er annað árið í röð sem hún gerir það. Í fyrra komum við saman í skógræktinni og hugmyndin er að hittast þar og grilla saman einu sinni á hverju sumri.

Þrátt fyrir alveg einmuna blíðu flesta daga í sumar leit ekki mjög vel út með veðrið þennan dag þegar hann fór að nálgast.  Þegar ljóst var orðið á laugardagskvöldið að veðurspáin var bæði rok og rigning tók Sigmar sig til og fór að taka til á verkstæðinu í hlöðunni.

Um hádegi á sunnudagin var búið að breyta hlöðuni í samkomusal og þau systkin sendu SMS á liðið um að samkoman yrði þar að þessu sinni.


 

Vel var mætt og áttum við þarna bæði góða og skemmtilega og einnig næringaríka stund saman.



Eins og í fyrra var efnt til keppni milli okkar systkinanna. Kepp er um farandgrip og sér Hallfríður um skipulag keppninnar og er yfirdómari. Í þessari keppni reynir bæði á  líkanlegt og andlegt atgerfi. Þarna skipir máli bæði styrkur, snerpa, greind og listrænir hæfileikar.



Við fáum að hafa með okkur í liði einn eða tvo af okkar afkomendum. Ég fékk Erlu til þess að vera með mér í lið að þessu sinni.


Við áttum að svara hinum ýmsu spurningum m.a. um afmælisdaga fjölskydumeðlima og fæðingar ár. Einnig áttum við að yrkja vísu og teikna mynd.


Á meðan ég var í mesta basli við að reyna að finna einhver tvö orð sem ríma til þess að nota í vísu þá vildi svo til að Erlu "datt í hug vísa" og málinu var bjargað hjá okkur.


Varðandi teikninguna þá skipum við með okkur liði. Erla teiknaði en ég sat fyrir. Reyndar átti að teikna "gamla konu með hund í bandi sem finnur 500 kr. seðil" en það reddaðist allveg.


Varðandi afmælisdagana þá hjálpaði það mikið að ég á svo mörg barnabörn í hópnum og afar muna gjarnan eftir slíkum afmælisdögum þó þeir gleymi öllum öðrum.

Leikar fóru svo þannig að við Erla sigruðum keppnina. Reyndar bara með einu stigu meira en Alda og Agnes. En eitt stig var líka allveg nóg.



Ég þakka ykkur öllum sem þarna voru fyrir skemmtilegan dag.


Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 133997
Samtals gestir: 24481
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 21:06:16
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar