Í Flóanum

25.01.2011 07:28

Viðhaldið

Það er gömul saga og ný að alltaf er nauðsynlegt  að sinna viðhaldinu vel.  Fjósið hér er byggt fyrir rúmlega 25 árum og þó að vandað hafi verið til verka í upphafi fer ekki hjá því að  kominn er tími á ýmis viðhaldverkefni. 

Eitt af því sem hefur verið að bila í fjósinu eru steinbitarnir í gólfinu. Borið hefur á því að steypan hefur sprungið frá járnunum í bitunum og þeir molnað. Þetta hefur valdið slysahættu í fjósinu og því nauðsynlegt að bregðast við á einhvern hátt.

Nú er svo komið að ekki duga lengur neinar bráðabirgða viðgerðir á bitunum. Nauðsynlegt er að skipta um gólfið í allstórum hluta af fjósinu. Hefur það verið eitt af okkar verkefnum  í vetur meðfram öðrum verkum sem verið er að sinna.  

Til þess að skipta um gólfið þarf að byrja á því að saga eldra gólfið upp og koma því út. Í það verk fjárfestum við í  gamalli steinsög. Við  fengum síðan lánaðann lítinn rafmagnslyftara sem  hægt er að læðast með inn um fjós.  Gömlu bitarnir voru síðan sagaðir í hæfilaga stóra búta sem lyftarinn gat ráðið við og þeir keyrðir út.

Keyptir voru nýjir steinbitar í fjósið. Þeir eru innfluttir frá Hollandi og eru í rúmlega 3 fermetra einingum og engin léttavara.  Þar sem ekki er nú einfalt að koma við stórvirkum verkfærum inn í fjósi og lofthæðin gefur ekki tilefni til þass að vinna með krana varð að grípa til annarra ráða við að koma bitunum á sinn stað.


Sigmar smíðaði því sérstakt flutningstæki úr gamalli brettatrillu, tveimur fólksbílahjólnáum, vatnsrörum, einum glussatjakk, lítilli vökvadælu og 4 metrum af stálvír.  

Þetta verkfæri dugði vel. Við sjáum nú fyrir endan á því að koma nýju bitunum fyrir í þessum áfanga sem við tókum fyrir í vetur. Þetta eru rúmlega  50 fermetrar sem við erum að skipta um núna. Stefnt er að því að taka  meira síðar á þessu ári.

 

Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 281
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 133883
Samtals gestir: 24469
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 22:59:10
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar