Í Flóanum

06.02.2011 07:40

Snjór

Hér er meiri snjór en sést hefur lengi. Það þarf í sjálfusér ekki að kom á óvart að það geti snjóað á miðjum Þorra og ágætt á meðan snjórinn liggur kyrr á jörðinni. Hann vill nú yfirleitt vera á stanslausri hreyfingu og það er þá sem hann verður aðalega til leiðinda. emoticon 

Um leið og eitthvað bætir við snjó fara hlutirnir í gang á skíðasvæði höfuðborgarbúa í Bláfjöllum. Jón í Lyngholti hverfur þá til fjalla og puðar við að troða snjó í gríð og erg allan sólahringinn. Ekki er þessi vinna alltaf að koma mörgum að notum. Stundum leggst hann í hláku aftur þegar búið er að leggja nótt við dag við að útbúa skíðafæri sem bjóðandi er upp á og stundum er einfaldlega blind bilur allan daginn. En í anna tíma koma heilu dagarnir þar sem jafnvel þúsundir manna koma á skíðasvæðin sér til skemmtunar og heilsubótar.

Hér niður í Flóa eru menn nú ekki mikið að stunda skíðaíþróttir. Það er nú samt allveg nóg við að vera mönnum til skemmtunar og geðheilsubótar. Í gærdag voru m.a. haldnir tónleikar í Villingaholtskirkju en þeir voru í tilefni þess að nýtt orgel er nú komið í kirkjuna. Í gærdag var einnig folaldasýning Hrossræktarfélags Villingaholtshrepp í nýrri reiðhöll hestamannfélagsins Sleipnis. Eitt af þremur Þorrblótum sem haldin eru í sveitarfélaginu árlega var svo í gærkvöldi en það var Hjónaball Gaulverja í Félagslundi.emoticon

Ég var nú fjarri góðu gamni á öllum þessum viðburðum. Við hjónum ráðstöfuðum þessari helgi aðalega í að fara í fimmtugsafmæli. Á föstudagskvöldið vorum við á Flúðum í fjölmennu afmæli nafna míns og skólabróður okkar frá Hvanneyri. Eins og við var að búast þegar Aðalsteinn á Hrafnkellstöðum heldur mannfagnað var þetta mikil gleði. Karlakór Hreppamanna fór á kostum auk fjölda annarra sem skemmtu með ræðum, söng og myndum af lífshlaupi Alla.

Í gær var svo haldið í Hafnafjörðin þar sem Böddi frændi og jafnaldri Kolbrúnar hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með fjölskydu sinni og vinum. Það er annars merkilegt hvað fólk er orðið ungt þegar það verður fimmtugt. Þetta hefur breyst mikið síðan ég varð fimmtugur fyrir örfáum árum síðan.emoticon    




Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144098
Samtals gestir: 25683
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 11:25:28
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar