Í Flóanum

25.02.2011 07:27

Leikskólinn

Hér í Flóahreppi  er rekinn öflugur leikskóli. Ég er þeirra skoðunnar að það starf sem þar er unnið sé mjög gott enda heyrist mér að leikskólinn njóti töluverðs trausts hér í samfélaginu. Þar starfar öflugt starfslið sem hefur metnað fyrir því sem það er að gera og vinnur af fagmensku undir öruggri stjórn Karenar leikskólastjóra. 

Hér hafa foreldrar getað komið börnum sínum í leikskóla strax um 9 mánaða aldur. Biðlistar hafa ekki verið og hægt hefur verið að taka á móti öllum þeim börnum úr sveitinni sem sótt hefur verið um að vera í leikskólanum.

Nú er svo komið að húsmæði leikskólans er að verða of lítið. Bæði er það að íbúaþróun hefur verið þannig síðustu ár hér að það fjölgar nokkuð stöðugt í sveitarfélaginu. Eins getur það líka verið að börnin eru að meðaltali yngri þegar þau byrja en fram að þessu hefur það verið nokkuð misjafn á hvaða aldri þau koma inn í skólann.

Á síðasta sveitarstjórnarfundi voru málefni leikskólans rædd. Ef ekki eiga að myndast hér biðlistar eins og sumstaðar annarsstaðar þá verður að grípa til einhverra ráða varðandi húsnæðismálin. Sveitarstjórn fól fræðslunefnd að standa fyrir íbúaþingi til þess að ræða þessi mál og velta fyrir sér þeim kostum sem geta verið í stöðunni.

Íbúaþingið var haldið í síðustu viku. Meðal þess sem þar kom fram var að almennt lítur fólk á það sem grunnþjónustu sveitarfélagsins að tryggja það að hægt sé að koma börnunum í leikskóla strax og fæðingarorlofum lýkur  þ.e. um 9 mánaða eins og hér hefur verið.

Almennt held ég að að það sé ekki mjög algengt hjá sveitarfélögum að svona þjónusta sé í boði. Þessi þjónusta kostar mikið og er ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna. Hitt veit ég vel að þessi þjónusta er mikils virði fyrir íbúana og ég held að sveitarstjórn hafi metnað til þess að halda  áfram að veita hana.  

Húsmæðismálin þarf því að leysa. Það þarf að gera án þess að auka rekstrarakostnað leikskólans það mikið að rekstur hans verði sveitarfélaginu ofviða. Það er vandasamt í þeim tekjusamdrætti sem við búum við í dag.

Flettingar í dag: 278
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144101
Samtals gestir: 25685
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 12:06:11
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar