Í Flóanum

13.04.2011 21:15

Ársreikningur

Nú eru sveitarfélög almennt að leggja fram ársreikninga sína og afgreiða þá. Hjá Flóahrepp var hann lagði fram til fyrri umræði í sveitarstjórn 16. mars s.l. og hann síðan samþykktur samhljóða og undirritaður af sveitarstjórn á sveitarstjórnarfundi 6. apríl.

Þrátt fyrir samdrátt í rauntekjum og miklar kostnaðarhækkanir á síðasta ári gekk rekstur Flóahrepps vel á síðasta ári. Það hjálpaði til að tekjusamdráttur varð minni en áætlað var. Fjárhagsáætlun stóðst í aðalatriðum mjög vel. Má segja að einu liðirnir sem fóru fram úr áætlun voru skatttekjur og einnig launakostnður lítilega sem má rekja til hækkunnar á tryggingagjaldi.

Það er ekki sjálfgefið að það takist að reka sveitarfélagið með jafn góðri rekstrarniðurstöðu og raunin varð. Hér hafa allir tekið höndum saman bæðið kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins og stofnanna þess. Fólk hefur lagt sig fram við það að ná þessum glæsilega árangri. Vil ég þakka öllum sem að þessum rekstri koma fyrir gott starf og góðan árangur. 

Eins og fram kemur á heimasíðu Flóahrepps www.floahreppur.is voru heildartekjur tæpar 400 millj. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 37 milljónir. Bókfærð eign er upp á rúmar 558 millj og heildarskuldir eru tæpar 139 millj.  

Miðað við stærð og tekur er fjárhagsstaða Flóahrepps sterk. Skuldir í hlutfalli við heildartekjur eru mjög litlar og fjármagnskostnður er sáralítill. Það er mikilvægt að verja þess stöðu og en hún gefur okkur tækifæri á að halda áfram uppbyggingu á innviðum samfélgsins hér. Það er bæði áhugavert og spennandi verkefni.  emoticon   

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144093
Samtals gestir: 25681
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 09:23:17
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar