Í Flóanum

11.09.2011 22:51

Hjalti Geir

Hann Hjalti Geir Jónsson dóttursonur minn í Lyngholti er 5 ára í dag. Hjalti er kröftugur strákur og atorkusamur. Hann kemur hér oft og þá er nú yfirleitt ekki setið auðum höndum. Hann reynir sig við hin ólýklegustu viðfangsefni.
.


Hann var ekki gamall þegar hann eignaðist reiðhjól og var fljótur að komast upp á lag með að nota það. Fyrst í stað var það bara notað innandyra en það dugði honum ekki lengi. Svona faratæki er hægt að nota í ferðalög og hann var ekki orðinn fjögurra ára þegar hann hjólaði með pabba sínum og systur hér á milli bæja en það erum u.þ.b 4 km.



Nú þegar hann er orðinn eldri fer hann sundum ríðandi hér á milli bæjanna.



Eða bara skreppur í útreiðatúr með Aldísi frænku sinni í Jaðarkoti í hestagirðingunni.



Hjalti er að æfa fimleika og stundum finnst honum afa hans hann heldur kappsamur í iðkunn sinni á þeirri göfuðu íþrótt. Hann á það t.d. til þegar hann kemur í hesthúsið að fara lítið eftir gólfinu. Hann hleypur frekar eftir milligerðum og innréttingum og er uppi um alla veggi. Sem betur fer þekkja hrossinn þennan orkumikla strák vel og láta sér fátt um finnast þó hann svefli sér um eins og Tarsan í trjánum í hesthúsinu.


Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 134364
Samtals gestir: 24533
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:10:28
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar