Í Flóanum

24.10.2011 20:36

Baráttan um ruslið

Eitt af verkefnum sveitarfélaga er að sjá til þess að hægt sé að losna við rusl á viðurkenndan og löglegann hátt. Lengst af var það víðast hvar gert með þeim hætti að öll efni sem einstaklingar og fyrirtæki töldu sig ekki hafa not fyrir og þurftu að losa sig við var flokkað sem rusl og urðað á vegum sveitarfélaganna. 

Á  meðan sveitarfélögin tóku endalaust við og urðuðu, á til þess að gera ódýrann hátt, varð alltaf til meira og meira af rusli. Þessu fylgdi gífuleg sóun á efnum og eftir því sem umfangið jókst olli það auknum umhverfisskaða. Það hefur lengi verið augljóst að eitthvað þurfti að gera til þess að sporna við þessari þróun. Íslendingar sem og aðrar evrópuþjóðir skuldbundu sig til þess að stór minka urðun á sorpi.

Urðunarstaðir eru heldur ekki neinir óska nágrannar. Nú er staðan orðin þannig að nánast vonlaust er að fá land undir urðunarstað þó allir vilji losna við ruslið sitt á ódýrann hátt.

Mér finnst lykilatriði að reynt sé að sporna við framleiðslu á sorpi. Það er ekki gert með þeim hætti að sá sem hendir ruslinu geti látið kostnaðinn sem af því hlýst lenda á öðrum. Þess vegna tel ég það ekki ásættanlegt til frambúðar að skattpengingar almennings séu látir standa undir sorpeyðingu. Það er eðlilegra að sorpeyðing sé fjármögnuð með þjónustugjöldum sem taki mið af því magni sem hver og einn er að henda.

Það er mikilvægt að koma í veg fyrir að verðmæti lendi í ruslinu. Megnið ef því efni sem urðað hefur verið á undanförnum áratugum er endurvinnanlegt. Það þarf að vera auðveld leið til þess að losna við slík efni án þess að það fari með sorpinu.

Svo því sé nú haldið til haga þá var Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreyfbýli sem tók upp svo kallað þriggja tunnu flokkunarkefi í úrgangsmálum. Markmiðið var einmitt að minka sorp sem fer til urðunar og það tókst bara vel. Sem betur fer því síðan þá hefur kostnaður við urðun stóraukist eftir að urðunarstaður sunnlennskra sveitarfélaga í Kirkjuferjuhjáleigu lokaði og farið er að keyra allt sorp héðan suður á Kjalarnes.

Nú gæti maður haldið að þessi árangur sem hér, og reyndar viða annarstaðar, hefur náðst væri öllum fagnaðarefni en svo er nú ekki allveg. Það er nefnilega þannig með sorpeyðingu að hún lýtur sömu lögmálum og annar rekstur. Eftir því sem umfangið minnkar verður gróðinn minni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga stórt og mikið fyrirtæki í þessum bransa sem er Sorpa bs. 

Eftir að sunnlendingar töpuðum sínum urðunarstað höfum við verið háð samstarfi við Sorpu með urðun. Þar er sú stefna rekin að koma í veg fyrir að sorpið minnki og reynt er eftir framsta megni að tryggja að allur úrgangur skili sér sem best til fyrirtækisins. Þetta er væntanlega gert til þess að halda uppi öflugri starfsemi hjá fyrirtækinu.

Sveitarfélög sem ekki skila endurvinnanlegum efnum og lífrænum úrgangi til fyrirtækisins eru litin hornauga og eru látin borga meira fyrir urðunina en önnur sveitarfélög. Með þessu er fyrirtækið sem er í eigu opinberra aðila að tefja fyrir og koma í veg fyrir að hámarks árangur náist í því að minnka umhverfisáhrif vegna úrgangsmála.


Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 134204
Samtals gestir: 24504
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 18:55:54
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar