Í Flóanum

03.11.2011 07:28

Íbúafundur

Það er boðaður íbúafundur hér í sveit í kvöld. Fundarefnið er að ræða kosti og galla þess að hafa leikskóla og grunnskóla á sama stað í sveitarfélaginu. Tilefni þess að þetta er tekið til umræðu nú er að fyrir liggur að stækka þarf húsnæði leikskólans. Núverandi húsnæði er orðið of lítið miðað við fjölda barna á leikskólaaldri í sveitarfélaginu.

Í nýlegum lögum um leik- og grunnskóla er opnað fyrir mun meira samstarf, samnýtingu og samreksturs þessara skólastiga. Það er einnig tekið tillit til þessa í endurskoðuðum aðalmánskrám. Mörg sveitarfélög hafa verið að velta þessum málum fyrir sér og víða hafa verðir gerðar breytingar.

Markmiðið er að efla skólastarfið og nýta betur það fjármagn sem í málaflokkin fer. Ýmsir fagaðilar bæði skólastjórnendur og kennarar og aðrir sem að þessum málum koma hafa séð í þessu tækifæri og möguleika á betra og öflugra skólastarfi. Má m.a. nefna að á "Menntaþingi" sem sveitarfélögin á suðurlandi héldu í Gunnarholti í mars s.l. var töluvert rætt um eflingu tengsla milli skólastiga.

Nú er það svo að breytingar eru vandmeðfarnar og ekki hefur endilega allstaðar tekist vel til. Þekkt er úr fjölmiðlun andstaða við sameiningu leik- og grunnskóla víða um land. Enda ekki endilega víst að markmiðum um samþættingu á námi og öðru skólastarfi náist með því eingöngu að sameina stofnanir sem jafnvel eru í töluverðri fjarlægð hvor frá annari.

Það er mikilvægt að taka þetta til umræðu hér í sveit núna áður en lagt er í umfangs mikinn kostnað í húsnæðismálum leikskólans. Í dag eru báðar þessar sofnanir vel reknar og skólastarf er öflugt á báðum stöðum. Það er því ekki vegna þess að um einhvert vandamál sé að ræða að hafa þetta á sín hvorum staðnum áfram að verið er að ræða þetta sem möguleika.

Það kemur fyllilega til greina að byggja við leikskólann þar sem hann er og nýta húsnæðið sem fyrir er áfram. Við þurfum bara þá að vera viss um að við séum ekki að útiloka möguleika á að gera það allra besta fyrir skólastarfsemina í sveitarfélaginu í framtíðinni.


Flettingar í dag: 545
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 697
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 136638
Samtals gestir: 25137
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 08:22:28
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar