Í Flóanum

06.11.2011 07:09

"Glóð er enn í öskunni....."

Þetta var m.a. sungið á mögnuðum tónleikum hjá "Reiðmönnum Vindanna" í Þingborg í gærkvöldi. Það var fjölmenni á tónleikunum og fólk skemmti sér  vel. Það var helst kvartað undan því að ekki var hægt að dansa. Sumir nefndu það við mig að rétt væri að henda stólunum út til þess að bæta úr aðstöðuleysi til að iðka dans við þessa fjörugu músik sem boðið var upp á.  emoticon

Þessir tónleikar voru lokaatriðið á "Tónahátíð" félagsheimilanna í Flóahreppi. Þeir féllu einnig að dagskrá "Safnahelgi" á suðurlandi sem Menningarráð Suðurlands stendur nú fyrir. Um Safnahelgi hér á suðurlandi er boðið upp á gríðalega fjölbreytta og áhugaverða menningardagskrá um allt suðurland allt frá Hornafirði vestur að Hellisheiði. 

Tónahátíðin hér í Flóahreppi tókst vel og vil ég þakka rekstrarastjórn Félagsheimilanna fyrir góða og metnaðarfulla dagskrá. emoticon  
Flettingar í dag: 786
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 697
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 136879
Samtals gestir: 25153
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 12:39:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar