Í Flóanum

09.11.2011 07:07

Námsárangur

Það var glæsilegur árangurinn sem grunnskólanemendur í Flóahreppi náðu á samræmdum könnunnarprófum sem tekin voru í grunnskólum landsins nú fyrr í haust. Sérstaklega vekur athygli árangur 10. bekkinga hér í sveit. Þar voru þeir með hæðstu meðaleinkunn í samanburði milli sveitarfélaga á landinu í íslensku og stærðfræði. Þeir voru svo með næsthæðstu meðaleinkunn í ensku.

Þó þetta sé fyrst og fremst árangur nemendanna sjálfra og þeim til sóma þá er þetta líka ákveðin staðfesting á því að skólastarfið í Flóaskóla er að virka vel.

Það hafa verið gerðar miklar breytingar á skólastarfi hér í sveit frá því að þessir nemedur sem nú eru í 10 bekk hófu sína skólagöngu. Það er vandasamt verk að gera breytingar á skólum. Mikið hefur verið lagt upp úr því að þegar hér hafa verið gerðar breytingar að nýta vel þau tækifæri sem í breytingunum hafa falist til að efla faglega starfsemi. Þetta átti við þegar Flóaakóli var stofnaður með sameiningu gömlu skólanna og einnig þegar unglingadeildin bættist við.

Í heild virðist þetta hafa tekist mjög vel hér og ég er þeirra skoðunnar að starfsfólk skólans hefur unnið að þessum málum af metnaði og náð góðum árangri. Gæði í skólastarfi er vissulega ekki eingöngu mæld í árangri í samræmdum prófum. Það eru ótal mörg önnur atriði sem skipta máli. Það er einnig viðstöðulaus vinna að halda upp góðu skólastarfi. Sífellt breytast aðstæður. Það koma nýir nemendur og ný verkefni.

Ég óska Flóaskóla og starfsfólki hans til hamingu með þennan árangur sem styrkir það mikla traust sem mér virðist skólinn hafa hér í samfélaginu.

Sérstaklega vil ég þó óska nemendunum sem náðu þessum frábæra árangri til hamingu. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er ekki lítils virði fyrir samfélagið að geta verið stolt af sínu unga fólki. Það getur ekki annað en aukið bjartsýni á framtíðina. emoticon    

Flettingar í dag: 798
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 697
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 136891
Samtals gestir: 25155
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 13:55:17
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar