Í Flóanum

30.12.2011 07:05

Snjór

Þessi desember mánuður sem nú er að verða búinn hefur snjórinn verið nokkuð áberandi hér í Flóanum. Nú er það svo að mörgum finnst þetta nauðsynlegur hluti af jólaskrautinu og hef ég heyrt fólk lýsa því yfir að jólinn séu nánast ómöguleg ef ekki er snjór yfir öllu. Ég er nú alls ekki þeirra skoðunnar og hef ég upplifað mörg góð jól þrátt fyrir auða jörð. emoticon

Það er aftur á móti alveg rétt að það er bjartara yfir í svartasta skammdeginu þegar jörð er alhvít og kann ég því ágætlega. Snjór yfir öllu varnar einnig því að jarðklaki verði mikill og getur það flítt fyrir vorinu. Það er bara gallin við snjónn að hann sjaldann til friðs. Það ýmist bætir í snjóinn eða hann blotnar upp og svo frís aftur. Hann skefur sífellt í skafla og færð spillist aftur og aftur.

Það er ekki algengt að svona langann snjóakafla geri svona snemma vetrara hér í Flóanum. Nú er staðan þannig að það er snjókoma. Víða er svell undir og þar ofan á talverður snjór. Þetta eru einmitt þær aðstæður sem geta, þegar þær myndast þetta snemma vetrar, orsakað kal í túnum næsta vor.
 
Það er samt ekki ástæða til að fullyrða að svo verði. Ef snjó og klaka tekur allveg upp einhvern tímann næstu mánuðina verður ekkert kal. Undanfarinn ár hefur einmitt vorað oft á hverjum vetri. Það gæti hjálpað til núna að enginn jarðklaki var kominn þegar snjóaði fyrst og jörð er nánast ófrosin undir svellinu. 

Svona snjóakaflar kalla á mikinn snjómokstur á vegum. Eftir því sem kafinn er lengri verður alltaf seinlegra og erfiðara að moka. Kostnaður er mikill sem lendir að stórum hluta á sveitarsjóði. Það væri áhugaverðara að nýta skattpeninga íbúanna í önnur verkefni en moka vatni. emoticon   

Þó víða sé mikið gras í Flóanum er nú víðast hvar farið að gefa hrossum úti fulla gjöf. Það er óvenju snemt og því ljóst að það þarf mikið hey þennan veturinn. Það er mikið til af hrossum í Flóanum.



Ég er að gefa folandsmerunum ásamt honum Eld gamla hér sérstaklega fyrir norðan tún. Kaldi framtíðar reiðhestur hennar Kolbrúnar horfir hér út úr myndinni.



 
Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 134226
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 22:53:16
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar