Í Flóanum

08.01.2012 23:10

Landbúnaðarland

Í Flóahreppi sem er tæplega 290 km2 að stærð er ekkert þéttbýli. Í aðalskipulögunum sem í gildi eru í sveitarfélaginu er svo til allt land skilgreint sem landbúnaðarland ef frá eru talin nokkur skilgreind sumarhúsasvæði og svæði sem eru skilgreind sem blanda íbúabyggðar og landbúnaðarsvæðis.

Reyndar er gert ráð fyrir þéttbýli í landi Laugardæla sem næst er Selfossi í aðalskipulagi en þar er ekkert farið að deiliskipuleggja og ekkert þéttbýli að myndast eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir að ekki sé um neitt þétttbýli að ræða hefur byggðin í dreyfbýlinu þétts talsvert nú á seinni árum.

Skipt hefur verið út úr jörðum stökum íbúðarhúsalóðum og smábýlum. Þó vissulega sé heldur færra fólk á bæjum nú en áður fyrr hefur íbúum hér fjölgað lítilega nú á seinni árum eftir viðstöðulausa fækkun alla öldina sem leið

Það er í alla staði jákvætt fyrir sveitarfélagið að hér skuli nú fjölga fólki. Það er mun áhugaverðara verkefni að kljást við en ef hér væri áfram samdráttur eins og var hér áður og víða er í dag.

Margir hafa af því áhyggur að íslendingar séu að sóa góðu ræktunnarlandi með stjórnlausri þéttingu byggðar eða með sumarhúsabyggð um allar jarðir og jafnvel með skipulagslausri skógrækt hingað og þangað um landið. Ég er þeirra skoðunnar að full ástæða sé til þess að athuga sinn gang í þessum efnum.

Vandamálið er að jarðeigendur hafa fram að þessu getað ráðstafað sinni eign eftir eigin höfði. Árið 2007 og árunum þar á undan var t.d. töluvert um að heilu jarðirnar voru skipulagðar fyrir sumarhúsa- eða íbúðarbyggð. Þannig gátu jarðeigendur margfaldað verðmæti eignar sinnar.

Á þessum árum skipti engu hvort einhver markaður var fyrir þessarri byggð eða ekki. Með því að láta skipuleggja byggð var hægt að veðsetja landið fyrir margfald hærri uppphæð og lengra var nú ekki hugsað á þeim tíma.

Þarna skipti litlu máli hvernig þetta land var. Fyrst og fremst var það vilji landeigandans sem réð ferðinni og hagsmunir hans. Ekki var spurt hvort um einhverja aðra hagsmuni gæti verið að ræða. Ekki var heldur velt fyrir sér hverjir  væru heildarhagsmunir í þessu sambandi eða
langtímahagsmunir. 

Nú er það svo að land er misjafnt og sumt land hentar alls ekki til ræktunnar. Það er líka spurning hvaða ræktun er verið að tala um. Það er ekki sama hvort um akuryrku eða t.d. skógrækt er um að ræða.

Það verkfæri sem sveitarfélagið hefur til þess að hafa áhrif í þessu er með aðalskipulagi sínu. Til þess að það sé til einhvers gagn í þessu þurfa skilmálar að vera skýrir. Það er ekki næganlegt að skilgreina allt land, sem ekki er skilgreint eitthvað annað, bara sem landbúnaðarland.

Það þarf með einhverjum hætti að leggja betra mat á landgæði ef markmið í aðalskipulagi á að vera að vernda ræktunarland sérstaklega. Það þarf líka að gæta þess að skilmálar séu ekki þannig að þeir standi áframhaldandi uppbyggingu og vexti sveitarfélagsins fyrir þrifum.

Nú er framundan hjá sveitarstjórn Flóahrepps að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir í sveitarfélaginu, hvert á sínu svæði eins og gömlu sveitarfélögin voru. Það er verkefnið framundan að sameina þessar áætlanir í eitt samræmt aðalskipulag og gera þær breytingar og viðbætur sem mönnum kann að þurfa og meirihluti er fyrir.

 






Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 143836
Samtals gestir: 25654
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 04:30:17
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar