Í Flóanum

14.01.2012 07:05

Að vera settur í einangrun

Í þessari viku hefur hér verið unnið í að einangra og klæða hlöðuveggini að utan. Þetta er liður í þeim framkvæmdum sem þeir Sigmar og Kristinn hafa unnið að en þeir eru að setja upp verkstæði í austur hlutanum af hlöðunni.

Þetta er reyndar viðameira verkefni en það þar sem til stendur að einangra og klæða alla veggina á hlöðunni. Auk verkstæðisins eru í hlöðunni geymslur, kornstía, fjárhús, og hesthús. Auk þess sem þar er aðstaða sem nýtist við gjafir inn í fjós.



Á þessum árstíma er gjarnan boðið upp á fjölbreytt veðurskilyrði við verklegar framkvædir utanhúss og þannig hefur það verið síðustu daga. Hér hefur t.d. verið bæði frost, snjóbilur, sumarblíða og slagveður og allt það sem rúmast getur þar á milli í þessari viku. Verkið tosast nú samt áfram en áfram verður unnið í þessu næstu daga.



Þegar ég kom að þessu með strákunum einn daginn var ég settur í að koma steinullinni fyrir á norðurveggnum áður en byrjað var að klæða hann með bárujárninu. Má sega að þennan dagpart hafi ég því verið settur í einangrun. emoticon

Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144088
Samtals gestir: 25679
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 08:44:30
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar