Í Flóanum

31.01.2012 07:25

Þorrablót

Það er varla til svo aum sveit á Íslandi að þar sé ekki er haldið að minnstakosti eitt þorrablót á hverjum vetri. Hér í Flóahreppi eru þau reyndar 3 á hverjum Þorra og veitir ekkert af því. 

Um síðustu helgi voru þorrablót haldin bæði í Þingborg og Félagslundi. Þorrabótsgestir voru vel á annað hundrað á hvoru fyrir sig og fólk skemmti sér vel. Eins og á alvöru þorrablótum var boðið upp á íslenskan þorramat eins og hver gat í sig látið og heimatilbúinn skemmtiatriði.

Nú n.k. laugardagskvöld (4. febr.) er svo þorrablót í Þjósrárveri. Það er hlutskipti okkar sem búum við Kolsholtsvegin að hafa veg og vanda af því þetta árið. Undirbúningur stendur nú sem hæðst. Ég á ekki von á öðru en vel muni til takst eins og alltaf er þegar fólk leggur saman krafta sína í einhvert verkefni.

Nú er verið að taka við pöntunum á miðum á þorrablotið. Það er ástæða til að benda fólki á að panta tímalega en húsrúm er ekki ótakmarkað. Ég hef enga ástæðu til annars en lofa góðri skemmtun. Það hefur aldrei klikkað....emoticon   
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144036
Samtals gestir: 25655
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:05:55
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar