Í Flóanum

06.04.2012 07:39

"Vertu til, því vorið kallar á þig".

Nú bregður svo við, eftir leiðinda tíð síðasta hálfa árið, að það brestur á með vorblíðu á Einmánuði. Gróður er allur að lifna og jörð er þur og klakalaus sem á sumardegi sé.

Ég er nú samt orðin eldri en það, að ég geri mér ekki grein fyrir, að það eru meiri líkur en minni að það eigi eftir að gera kuldakast áður en sumar kemur. Það breytir því ekki að það er alltaf kærkomð þegar byrjar að vora snemma. emoticon

Allvega er upplagt að nota færið og koma því í verk sem ekki var hægt að gera í haust vegna ótíðar og bleytu. Þar á ég við að klára að kýfa og jafna til í skurðarstykkjum sem við ætlum til ræktunnar á komandi sumri. Það er einnig rétt reyna að þurka eitthvað af þeim hálmi sem ekki var hægt að ná í haust áður en farið verður að plægja akrana.



Það er líka ekkert því til fyrirstöðu að hefja jarðvinnslu að fullu, Ég ráðstafaði hluta úr gærdeginum í að tæta nýtt land sem við höfum áhuga á að sá í í vor. Nú er einnig hægt að komast um öll tún og erum við þegar byrjaðir á að koma skítum á túnin.




Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 697
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 136263
Samtals gestir: 25101
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 03:03:15
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar