Í Flóanum

17.10.2012 07:34

Fréttir úr fjósinu

Vinna við gegningar hefur breyst mikið frá því ég fór að búa fyrir u.þ.b. 35 árum. Vinnudagurinn yfir vetrarmánuðina fór, hér áður fyrr, meira og minna í það að leysa hey og gefa. Daglega voru allir fóðurgangar og garðar sópaðir og gefið fóðurbæti. Vothey og þurhey var gefið til skipis í fjósið á hverjum degi. Gefið var í fjárhúsin bæði á kvöldin og morgnana

Þegar við byggðum flatgryfurnar 1977, og fórum að verka vothey í stór auknum stíl, varð sú breyting að meirihluti af dagsgjöfinnni var nú gefin  einu sinni á dag í fjósið. Eftir að fjósið var byggt líka var farið að gefa votheyið eftir morgunmjaltir og dugði sú gjöf fram á næsta morgun en þá var svolítið þurrheyið gefið fyrir morgunmjaltirnar. 

Ég man eftir að sumum hér í sveit þótti þetta óráð að láta kýrnar standa yfir sömu gjöfinn nánast allan sólahringinn. emoticon

Nú er öldin önnur.  Það er gefið í heilum rúllum fyrir marga daga í einu. Öllum gerðum af heyi bæði af fyrsta slætti og einnig há er raðað í fóðurganginn.  Eins og staðan er nú hjá okkur í fjósinu dugar gjöfin í fimm daga. Nú finnst manni dagurinn hálf ónýtur til annara verka þá daga sem þarf að gefa í fjósið.

Við lukum við að skipta um átgrindur við fóðurganginn í síðustu viku. Gömlu bogarir við fóðurganginn, sem við smíðuðum á sínu tíma þegar fjósið var byggt fyrir tæpum 30 árum, voru orðir ónýtir.  Þeir höfðu riðgað í árana rás og voru meira og minna að detta í sundur. 

Töluvert hefur fæðst af kálfum hér á undanförnum vikum . Þó það sé nú ekki lengur markmið að vara með mikinn burð á haustin hefur það æxlast þannig að nú hafa 19 kvígur og kýr borið síðan í september byrjun.  Þokkalega hefur gengið og meirihlutinn af þeim kálfum sem við höfum fengið núna lifandi eru kvígur.

Burðurinn hefur gengið yfir í skorpum. T.d báru fimm þá fjóra daga sem ég  var á fjalli í haust. Í síðustu viku báru 4 á einum sólarhring þar af 3 fyrstakálfs kvígur.

Það er svo sem enginn lognmolla yfir hlutunum í Flóanum. emoticon  

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 143832
Samtals gestir: 25650
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 03:46:12
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar